Fréttir
22.08.07
Upphaf starfsárs Inner Wheel 2007
Kæru Inner Wheel félagar.
 
Nú þegar þetta sólríka og fagra sumar kveður, dagarnir styttast og húmið hvelfist yfir , förum við að hugsa til hins góða og ánægjulega félagsskapar okkar Inner Wheel.
 
Umdæmisstjórn Keflavíkur kom hingað í Garðabæinn i byrjun ágúst með allt sitt “hafurtask” og við erum að byrja að fletta blöðum og opna möppur og reyna að átta okkur á starfseminni.
 
Í byrjun er að mörgu að hyggja, en fyrrverandi umd.stjórnir eru til taks að veita okkur allar upplýsingar og alla þá aðstoð sem við köllum eftir, og verður það án efa vel þegið.
 
Umdæmisstjórn mun á næstunni senda út bréf til klúbbanna t.d. um einkunnarorð ársins, um heimsókn umd.stjóra í hina ýmsu klúbba í vetur, um árgjald til International Inner Wheel og fleira þar að lútandi
 
Um leið og ég vil minna ykkur á heimasíðu IW ætla ég að segja ykkur frá því að ég sá á dönsku síðunni að alheimsforseti IIW árin 2008 – 2009 er dönsk kona að nafni Suzanne Nielsen. Á síðunni sá ég líka að félagar IW í Danmörku voru mjög ánægðir og stoltir vegna þessa. Ég tók mér því það bessaleyfi að senda þeim hamingjuóskir frá okkur í IW á Íslandi og fékk til baka þakkir og góðar óskir til okkar Inner Wheel kvenna í umdæmi 136.
 
Ég vona að við eigum saman ánægjulegar og gefandi samverustundir í vetur, mætum vel á fundi, styrkjum og eflum starfsemina og reynum að láta gott af okkur leiða í hvívetna.
 
Með kærri Inner Wheel kveðju,
 
Hlíf Samúelsdóttir, umdæmisstjóri.
laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...