Gleðilegt ár kæru I.W. félagar. Þó vetrarhamur ríki enn þá færumst við hægt og bítandi í átt til sólar og vorverkin ekki langt undan. Þið þekkið Fréttablaðið okkar, sem kemur út að vori ár hvert. Nú langar mig að vita hvort þið viljið ekki senda nokkrara línur til birtingar í blaðinu. Það má vera hvað sem er um klúbbstarfið, frá eigin brjósti eða annarsstaðar fengið. Myndir eru vel þegnar og nýjar hugmyndir einnig. Við í umdæmisstjórninni erum í óða önn að skipuleggja umdæmisþingið sem verður í Garðabæ 24. mai 2008 Hittumst þar sem flestar.
Bestu kveðjur
Sigríður Antonsdóttir, umdæmisritari