Fréttir
26.10.12
Fréttapistill frá Hafnarfirđi

Komið þið sælar.

 IW Hafnarfjörður hefur haldið sinn fyrsta fund og stjórnarskipti farið fram. Forseti er Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir.

 Á aðalfundi var ákveðið að ágóði af sölu happdrættismiða á jólafundi færi til Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði og væri eyrnamerkt börnum og því hluti af verkefni Happier futures, helping children around the world.

 Við enduðum svo fundinn á því að fara í Kristuhús, lítið gallerí í Hafnarfirði sem er opið á miðvikudögum frá 16-21.

http://www.internet.is/brusastadir/kristadesign/

http://www.facebook.com/pages/Krista-Design/206216760086?fref=ts

Næsti fundur verður 14. nóvember í Bakhúsinu við Hótel Hafnarfjörð. Þangað mun Sigríður Klingenberg koma og kitla hláturtaugar auk þess sem við höfum boðið IW Keflavík á þennan fund auk þess umdæmisstjóri mun þar með slá tvær flugur í einu höggi.

Fundir eftir áramót verða síðan í höndun 6 mismundandi dagskrárhópa, en félagskonum var skipt á fundardaga til að sjá um fundarefni og mæltist það vel fyrir.

Við stefnum nú á að senda bréf til þeirra eiginkvenna Rótarýfélaga í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar sem ekki eru í Inner Wheel og bjóða þeim að taka þátt í næsta fundi með okkur. Kannski skilar það einhverjum félögum í okkar raðir.

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...