Fréttir
13.09.15
Umdćmisţingiđ í ágúst 2015

Nýlokið er umdæmisþinginu okkar sem haldið var í Hafnarfirði að þessu sinni. Þingið fór vel fram í alla staði. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna og á Facebókarsíðu Inner Wheel á íslandi.

Frá vinstri: Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir fráf. umdæmisstjóri, Kristjana E. Guðlaugsdóttir (Jana) umdæmisstjóri, Soffía Heiða Hafsteinsdóttir umdæmisritari og Sólveig Einarsdóttir umdæmisgjaldkeri. Á myndina vantar Hrund Baldursdóttur verðandi umdæmisstjóra.

Nýja umdæmisstjórn skipa: Kristjana E. Guðlaugsdóttir umdæmisstjóri IW Keflavík,  Hrund Baldursdóttir verðandi umdæmisstjóri IW Selfoss, Soffía Heiða Hafsteinsdóttir umdæmisritari IW Keflavík,  Sólveig Einarsdóttir umdæmisgjaldkeri IW Keflavík og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir fráfarandi umdæmisstjóri IW Hafnarfjörður. Fundarstjóri var Gerður S. Sigurðardóttir og fundarritari Elín Ragna Sigurðardóttir úr IW Hafnarfjörður.

Að loknum þingstörfum var haldið í Fríkirkjuna þar sem minnst var 5 látinna félaga og síðan var farið í Íshúsið og það skoðað hátt og lágt. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Golfskálanum Keili á Hvaleyrarholti. Stefán Helgi Stefánsson tenór skemmti okkur af sinni alkunnu snilld og kom hláturtaugunum í gang. Veislustjóri var Gerður S. Sigurðardóttir.

Þakka ég öllum þeim sem komu að undirbúningi þingsins og aðstoðu á þinginu fyrir og mínum stjórnarkonum fyrir samveruna síðastliðið ár. Gangi nýrri stjórn vel í sínu embætti.

Kv. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir fráfarandi umdæmisstjóri.

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...