Fréttir
21.09.15
Norrćna fundinum lokiđ

Fundurinn var haldinn 18.-20. september í Keflavík. Sóttu hann Marja Kyröla og Kaija Keijola frá Finnlandi, Kerstin Andersen ásamt maka frá Svíþjóð, Lena Pedersen ásamt maka frá Danmörku, Helene Maria Thorkildsen frá Noregi og Britt-Johanne Indresövde ásamt maka frá Noregi. Að auki sátu fundinn Jana E. Guðlaugsdóttir umdæmisstjóri, Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir fráfarandi umdæmisstjóri, Sólveig Einarsdóttir umdæmisgjaldkeri, Soffía Heiða Hafsteinsdóttir umdæmisritari og Guðlaug Jóhannsdóttir fyrrverandi umdæmisstjóri í Keflavík.

Fundurinn hófst föstudaginn 18. september við Stekkjarkot í Njarðvík þar sem tekið var á móti gestum með harðfiski, súrhval og hákarli. Mæltist það vel fyrir. Síðan var haldið í matarboð að íslenskum sið með graflaxi, grilluðu lambalæri og eftirrétti í heimahúsi. Yndislegt veður og útsýni til jökuls og inn til höfuðborgarinnar.

Laugardag hófst fundur kl. 9 og stóð til kl. 15. Ýmis málefni Inner Wheel voru rædd. Skýrslur frá löndunum um stöðu mála, t.d. fjöldi félaga, klúbba, umdæma o.s.frv. Hversu margir hafa hætt og hversu margir bæst í hópinn? Hvað er hægt að gera til að halda í félaga og hvernig getum við fjölgað í klúbbunum. Margar áhugaverðar tillögur komu fram. Skipst var á gjöfum og í lokin var Eldey þróunarsetur skoðað en þar eru ýmsir með aðstöðu fyrir gallerí og vinnustofur m.a. Agnes Geirsdóttir Inner Wheel félagi í Keflavík sem Lena frá Danmörku mátaði flík eftir.

Um kvöldið var síðan farið í smá ökuferð áleiðis að Bláa lóninu þar sem kvöldmatur var snæddur. Á leiðinni var stoppað á milli heimsálfa og fengu allir viðurkenningarskjal því til staðfestingar, Gunnuhver var mældur út og ýmsum fróðleik miðlað af Jönu og Erlingi. Góður fundur og skemmtilegt fólk.

Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir fyrrverandi umdæmisstjóri

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...