Fréttir
21.09.15
Frá Inner Wheel Reykjavík-Breiđholt

Fyrsti fundur í Inner Wheel Reykjavík- Breiðholt var haldinn á þriðjudaginn 15. september í Kringlukránni. Við vorum ekki margar, en fundurinn var notalegur og gaman að hittast eftir sumarlanga fjarveru. Gestur okkar var Magnea Sverrisdóttir, kennari og djákni og sagði okkur frá hjálparstarfi og kirkjukonum frá öllum heimsins hornum, sem hún hefur kynnst í stjórn Lúterska heimssambandsins.

Kveðja

Hólmfríður Pétursdóttir forseti IW Reykjavík-Breiðholt

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...