Fréttir
30.10.15
Bréf frá alheimsforseta 2015-2016

Umdæmisstjóra hefur borist bréf frá alheimsforseta Charlotte de Vois þar sem hún þakkar fyrir það traust sem henni er sýnt með því að velja hana sem forseta þetta árið og einnig kynnir hún þema ársins 2015-2016.

Bréfið má lesa

Það er mér sannur heiður að fá að þjóna okkar einstöku samtökum sem alþjóðaforseti.

Þakka ykkur það traust sem þið sýnið mér.

Þema ársins 2015 til 2016 er Einstök og Einhuga (Unique & United). Ég vona að innblástur minn fyrir komandi ár verði ykkur hvatning.

Þú ert EINSTÖK

Klúbburinn þinn er EINSTAKUR

Allar erum við EINHUGA í okkar EINSTÖKU samtökum.

„Einstök og Einhuga“

Tvö lykilorð, tvö grundvallaratriði Inner Wheel heimssýnarinnar.

Hver okkar er EINSTÖK og við erum því allar mismunandi.

Þessi mismunur byggir á ólíkum bakgrunni; kynþætti, aldri, kyni, líkamlegu atgerfi, þjóðbroti, fjölskyldu, framkomu, landfræðilegri staðsetningu, persónulegum venjum, tekjum, trúarbrögðum, menntun, starfsreynslu og hjónabandsstöðu.

Á hverju stigi innan Inner Wheel eru fjölmenningarlegir félagar.

Félagar okkar skynja á skýran hátt hvað það er sem SAMEINAR okkur umhverfis gildi Þjónustu, Vináttu og Alþjóðlegan skilning.

Mismunur okkar og þjóðmenning gerir okkur og samtökin okkar ríkari.

Þegar félagar finna styrkinn í mismunandi bakgrunni þá eru þeir hæfari til að vinna í takti og tengjast með aðgerðum, þjónustu og verkefnum.

Við erum konur frá fjölmörgum löndum, fulltrúar fjölmenningar sem vinnum saman að stóru sameiginlegu málefni: framgangi mannkyns.

Inner Wheel eru EINSTÖK alþjóleg félagasamtök sem starfa EINHUGA saman, öll 104 löndin, með stuðningi og samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og beita sér fyrir þjónustu og umhyggju fyrir kvenréttindum og réttindum barna og ungmenna. Inner Wheel stuðlar að fræðslu um frið og er yfirlýstur andstæðingur ofbeldis og valdbeitingar.

Varðandi merki ársins: þegar ég leitaði á veraldarvefnum útfrá lykilorðum þemans var algengt að myndir af mismunandi handarförum kæmu fram. Fyrir nokkrum árum fékk ég frá barnabörnum mínum málverk af höndum þeirra. Á þeim tíma voru þau 5 talsins. Núna eru þau orðin 7. Þannig að nýtt málverk var útbúið af 7 handaförum.

Barnabörnin mín eru afar stolt af því að vera hluti af ári mínu sem alþjóðaforseti Inner Wheel hreyfingarinnar.

Charlotte De Vos
Alþjóðaforseti Inner Wheel 2015 – 2016

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...