Fréttir
12.10.16
40 ára afmćli

Inner Wheel klúbbur Hafnarfjarðar fagnaði 40 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag ásamt Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar sem varð 70 ára þann 9. október.. Klúbburinn var stofnaður 4. nóv. 1976. Í tilefni dagsins afhenti umdæmið klúbbnum forláta kerti sem nunnurnar í klaustrinu í Hafnarfirði höfðu skreytt með rauðri rós og áletrun sem á stóð IW Hafnarfjörður 40 ára 4. nóvember 2016 - Hamingjuóskir. Til fagnaðar voru mættar 5 af stofnfélögum klúbbsins og færði Sigurborg Kristinsdóttir forseti þeim hverri fyrir sig rauða rós..

Fyrsti fundur vetrarsins var síðan haldinn í dag miðvikudag og fóru fram stjórnarskipti og Tinna Bessadóttir sagði okkur frá Litlu álfabúðinni sem er staðsett í Hellisgerði á sumrin. Nýja stjórn skipa þær Sigurborg Kristinsdóttir forseti, Þórdís Guðjónsdóttir fráfarandi forseti, Elín Ragna Sigurðardóttir gjaldkeri, Ásta Reynisdóttir ritari og Valdís Guðjónsdóttir stallari. Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi. Næsti fundur verðu í 9. nóvember og verður efni fundarins undir rússneskum áhrifum.

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...