Fréttir
23.03.17
Marsbréf umdćmisstjóra

Kæru Inner Wheel félagar

Umdæmisþingið

Nú þegar styttist í vorið stefnir hugurinn til þingsins okkar sem haldið verður þann 20. maí í Tryggvaskála á Selfossi. Dagskráin er að verða fullmótuð hjá okkur. Búið er að skipta hlutverkum á milli kvenna í klúbbnum okkar og eru allir að hjálpast að við að gera þingið sem best og skemmtilegast. Þingið hefst klukkan 10.30 með  skráningu og afhending þinggagna. Um klukkan 11-11.45 er ætlunin að fá Bryndísi Brynjólfsdóttur sem þekkir sögu Tryggvaskála manna best til að segja okkur sögu hússins. Eftir það verður matarhlé til klukkan 13.

Eftir matinn hefst þingfundur sem verður með hefðbundnu sniði.Við höfum ákveðið að styrkja í ár Kvennaathvarfið og mun Sigþrúður Guðmundsdóttir koma og veita styrknum viðtöku og halda smá erindi um starfsemi Kvennaathvarfsins. Liðurinn önnur mál er svo góður til að stinga á hinum ýmsu málum og koma fram með ábendingar og athugasemdir enda um að gera að koma með hugmyndir og finna lausnir saman. Þegar þingfundi hefur verið slitið er stefnan að fara niður á Eyrabakka minnast þar látinna, skoða Konubókasafnið og kannski eitthvað meira ef tíminn leyfir. Nánari upplýsingar um makaferð kemur svo þegar nær dregur og mun ég senda þann póst beint á klúbbana.

Svo er stefnan sett aftur á Tryggvaskála og þar munum við snæða  léttan kvöldverð og lyftum glösum og fögnum góðu starfsári klúbbanna. Áætluð lok þingsins eru sirka 20.30-21.00

Heimsókinir

Nú þegar ég er búin að fara og heimsækja alla klúbbana 7 og sjá að sannarlega er Inner Wheel klúbbur vináttu, móttökurnar allstaðar yndislegar og fundirnir góðir og gefandi.Gaman að sjá margbreytileikann á dagskrá fundanna og skemmtileg erindi gesta eða lestur uppúr uppáhaldsbókum klúbb kvenna. Bara skemmtilegt og flott.
 Ég las í bók þessi fallegu orð
„Við þörfnumst hvers annars til þess að deila með leyndardómum lífs og dauða, tjá gleði okkar og sorgir, hjálpa okkur á vegferðinni og minna okkur á að við erum öll eitt.“ ( Höfundur ókunnur)

Alheimsþingið

Svo má minna á þingið í Ástralíu sem verður 11.-14. apríl 2018 um að gera að skoða það.
http://www.internationalinnerwheel.org/triennial-convention/

Hrund Baldursdóttir umdæmisstjóri

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...