Fréttir
10.10.17
Frétt frá umdćmisstjóra

Kæru félagskonur.

Ég átti þess kost í fyrsta sinn að sækja Norðurlandafund Inner Wheel, sem haldinn var í Helsinki dagana 22.-24. september s.l. og er þakklát fyrir það.

Mér varð ljóst á þessum fundi hve mikið gildi það hefur fyrir okkur sem tilheyrum þessari litlu þjóð, að vera þátttakendur í slíku samstarfi. Á þann hátt fáum við nýjar hugmyndir og kynnumst vandamálum sem aðrir klúbbar eru að glíma við, sem oftast  eru þau sömu og okkar. Þetta bæði víkkar sjóndeildarhringinn og stuðlar að alþjóðlegum skilningi en það er eitt af megin markmiðum I.W.

Á fundi sem þessum eru 1-2 fulltrúar úr stjórnum hvers Norðurlandanna, oftast national representatives og koma þær saman til að bera saman bækur sínar, læra af hver annarri, vinna að sameiginlegu verkefni, byggja upp sterkara og fjölmennara IW og síðast en ekki síst til að auka mannleg samskipti, sem er svo mikilvægt í okkar nútíma samfélagi.

Kristjana E. Guðlaugsdóttir, Jana, hefur setið marga slíka Inner Wheel fundi og ráðstefnur erlendis fyrir okkar hönd og setið í hinum ýmsum nefndum og leyndi það sér ekki á þessum fundi hvað hún er virt af starfsystrum sínum.

Hér birtist samantekt okkar Jönu af því helsta sem tekið var fyrir á fundinum en fundargerðin frá þeim fundi og Evrópufundinum í Ålborg 2017 verða birtar á heimasíðunni þegar þær berast okkur.

Með kærri kveðju,

Stefanía Borg Thorsteinsson
Umdæmisstjóri

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...