Fréttir
10.10.17
Norđurlandafundur í Helsinki - minnispunktar frá umdćmisstjó

Nokkrir minnispunktar um Norðurlandafund IW í Helsinki 23.09.2017

Frá Íslandi sóttu fundinn Stefanía Svala Borg umdæmisstjóri Umdæmis 136 2017 – 2018 og Kristjana Guðlaugsdóttir Deputy National Representitive. Hér er ekki um formlega fundargerð að ræða heldur punkta, en ritari fundarins mun senda formlega fundargerð síðar.


1. Kaija Keilola sá um fundinn fyrir hönd Finnlands og var fundarstjóri.


2. Allir fulltrúar kynntu sig og embætti sín.

Allar höfðu þær áhyggjur af þróun meðlimafjölda IW félaga sinna og sögðu frá til hvaða ráða þær hefðu gripið til að snúa þeirri óheillaþróun við.
Stefanía benti meðal annars á í kynningu sinni að stærð IW á Íslandi væri t.d. aðeins um 4% af sænsku IW samtökunum og væru tekjur umdæmis 136 örsmáar í samanburði við hin Norðurlöndin.


3. Farið var yfir þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið á alþjóðlegum IW fundum undanfarin tvö ár.

3.1. Kristjana las upp skýrslu síðasta Norræna IW fundar, sem haldinn var af umdæmi 136 í Reykjanesbæ 2015.
Rætt var þar um flutning tillagna á Alþjóðaþingi.
Ákveðið var að endurvekja samantekt á tekjum og rekstrarkostnaði allra IW samtakanna á Norðurlöndum og tók Kristjana að sér að að ljúka þeirri vinnu.
3.2. Lena las stutta samantekt frá 11. Evrópufundinum, sem haldinn var í Álaborg 8. og 9. september s.l.
Fundinn sóttu 34 konur frá 16 Evrópulöndum ásamt 16 mökum.
Send hafa verið drög að skýrslu um fundinn til þátttakenda og verður skýrslan birt þegar hún hefur hlotið samþykki þátttakenda.
Margareta (S) sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að setja á stofn teymi, sem myndi koma með tillögu(r) að stefnumótun IW með það fyrir augum að sporna við brottfalli félaga og fjölga félögum.
Í nefndinni eru hún, Kristjana, Sissel frá Noregi og Rita Heijjens frá Hollandi.
Stofnað var til þriggja nefnda á Evrópufundinum og ber þeim að leggja fram nýjar hugmyndir um fjölgun félaga.
Ræddar voru tillögur um þær breytingar á samþykktum IW International, sem taka á
fyrir á Melbourne fundinum.
Lagðar munu verða fram 20 tillögur og nefnt var að hugsanlega formgalla væri að finna á sumum tillagnanna.
Kalja fór yfir niðurstöður fundarins þar sem fram kom hvernig Evrópuríkin myndu greiða atkvæði og jafnframt var rætt um að Norðurlöndin leggi fram breytingatillögur við tvær þeirra, númer 5 og 18.

Breytingatllögur þessar er að finna á www.internationalinnerwheel.org undir Library and Official Documents


4. Rætt var um starfsemi IW á Norðurlöndum.

Rætt var um þátttöku á alþjóðaþinginu í Melbourne, ferðakostnað og fleira. Líkur eru á að flestir fundarmenn muni sækja þingið.

Danmörk talaði um að hækka gjald til umdæmanna vegna fækkunar félaga svo hægt væri að greiða fastan kostnað.

Noregur sagði smávæglega aukningu á fjölgun félaga.

Svíþjóð sagði þjónustu- og líknarstarf vera límið, sem héldi IW saman. Svíþjóð er í góðu samstarfi við bæði ríki og sveitarfélög. Engin tengsl eru milli Rotary og IW í Svíþjóð. Meðalaldur IW félaga í Svíþjóð er 74+ og taldi Margareta það vera jákvætt því konur á þeim aldri væru gjarnan búnar að minnka við sig vinnu og hefðu því rýmri tíma til að sinna svona félagsskap. Hún sagði að eftir að Rotary var opnað fyrir konum hefði orðið veruleg fækkun nýliða. En eftir að inntökuskilyrði IW voru rýmkuð hefði orðið viðsnúningur í Svíþjóð.

Kaija sagði “ Big ships turn very slowly” og að við ættum hiklauust að snúa þessari þróun við. Finnland sagði eitt umdæma þeirra vera í Eistlandi og því nefnist landsráðið National Council of Finland and Estonia. Finnar eru mjög stoltir af verkefninu Life Education sem er fræðsla um líkamann og heilsu hans. Um 30 þúsund börn á aldrinum 3-13 ára sækja þessi námsskeið á ári hverju.
Liv (N) sagði að í Noregi eru fráfarandi umdæmisstjóri og forsetar klúbbanna einskonar stækkunarstjórar, en undirbúningur hefði verið slælegur og upplýsingar af skornum skammti.
Finnland býður einstæðum konum aðild að IW, sem hefur haft einhverja þýðingu.
Liv sagði Rotary seilast inn í IW og bjóða IW félögum þátttöku.
Margareta talaði um kjarna IW hreyfingarinnar og sagði að þar væri að finna þrjár góðar ástæður til að ganga til liðs við IW. Við þurfum að vera jákvæðar og stoltar af að vera þátttakandi í IW. Gott geti verið að segja við konu að hún myndi vera frábær viðbót við góðan hóp.

5. Allir fundarmenn voru sammála um nauðsyn alþjóðastarfs, en að erfitt sé að fjármagna það og er mjög mismunandi hvernig það er fjármagnað. Í ölllum löndunum er það innifalið í gjöldum klúbbana til umdæmis/landsráðs, en í sumum tilvikum er það sundurliðað í rekstrarreikningi.

6. Allir fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að fréttir af starfinu berist til allra félagsmanna.
Svíþjóð, Danmörk og Noregur gefa öll út prentað IW blað nokkrum sinnum á ári. Reynt er að kosta útgáfuna með auglýsingum.
IW Svíþjóð er í samstarfi við styrktarsjóð Sylvíu drottningar, sem er notaður til að styrkja konur til náms
Finnland og Ísland gefa ekki út prentað blað, en senda þess í stað fréttir, bæði með tölvupósti og á heimasíðu IW.

7. Norðurlöndin taka þátt í mörgum áhugaverðurm alþjóða-verkefnum.
Meðal þeirra er Save Motherhood Ambassdors, sem styður ljósmæður til náms í Eþíópíu og styrkir að auki ýmis verkefni tengd fæðingarhjálp í ríkjum, sem skortir slíka aðstoð innan heilbrigðis-kerfisins.
Þar er m.a. um svonefnt Fistula vandamál að ræða, sem er þegar haftið milli legganga og endaþarms rofnar og saur kemur út úr leggöngunum.
Einnig verkefni sem varðar FMG, misþymingu á kvensköpum.
Hin Norðurlöndin styrkja notkun fíkniefna leitarhunda og er einkum Svíþjóð í nánu sambandi við tollayfirvöld hvað þetta varðar.
IW Danmörk tók saman framlög þeirra til góðra málefna innanlands og námu framlög þeirra um 1,5 milljón dönskum krónum, eða um það bil 26 milljón íslenskum krónum.

8. Loks var rædd sú tillaga Sissel Michelsen að IW veldi eitt stórt sameiginlegt alþjóðlegt líknarverkefni.
Hún hefur talað fyrir aðstoð til kvenna, sem hafa orðið fyrir FGM og forvörnum á þessu þjóðfélagsmeini.
Fréttir af vali á alþjóðaverkefni IW (Global Project) var sent til allra National Representives um síðustu áramót, en bárust ekki til Íslands, hugsanlega vegna þess að hér er enginn slíkur.

9. Hefð hefur verið fyrir því að efna til Norræns og Evrópsks Rally þriðja hvert ár.
Á Evrópufundinum á Ítalíu 2016 kom fram tillaga um að halda eitt sameiginlegt Rally í Rotterdam árið 2019. Var það samþykkt á Evrópufundinum 2017 í Álaborg.
Jafnframt var það rætt að sameina Evrópufundinn, sem haldinn er árlega og Norræna fundinn, sem er haldinn annað hvert ár og halda þá um leið.

Noregur á að annast Norðurlandafundinn 2019 og var það samþykkt með fyrirvara um að hann yrði haldinn í Rotterdam, en beðið er eftir samþykki norsku stjórnarkvennanna.
Allt er þetta hugsað með sparnað á peningum og tíma í huga.

10. Alþjóðaþing IW verður haldið í Melbourne í apríl 2018.
Evrópufundur IW verður haldinn í Stavanger í september 2018 og Rally-ið í Rotterdam 2019.
Næsti Norðurlanda fundur, sem er í umsjá Noregs, verður líklega haldinn í Rotterdam í september 2019.


Fleira gerðist ekki og var fundi slitið klukkan 18.00.

laugardagur 20 apríl 04 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...