Fréttabréf 2006-2007
Frá umdæmisstjórn Kæru Inner Wheel félagar "Gott er að eiga góða að " segir einhversstaðar og er það hverju orði sannara . Að taka við af fráfarandi umdæmisstjóra Guðrúnu B. Jónsson var ekki erfitt, ef litið er á hversu vel og skipulega hún og hennar samstarfskonur höfðu haldið utan um öll gögn og viljum við því bera þeim okkar bestu þakkir . Jafnframt viljum við bera þeim okkar bestu þakkir og óskum þeim alls hins besta um ókomin ár. Þá vil ég þakka allar þær hlýju móttökur sem ég fékk í heimsóknum mínum í vetur í klúbbana og var virkilga ánægjulegt að kynnast starfi ykkar. Samstarfið hjá okkur í umdæmisstjórninni er búið að vera frábær tími og að það skuli vera að styttast í annað þing verði haldið er með ólíkindum . Umdæmisþingið verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þann 9 júní og er dagskrána að finna annars staðar í blaðinu. Að þessu sinni verða samtímis haldin umdæmisþing Rótarý og umdæmisþing Inner Wheel. Vonumst við til þess að sem flestar konur sjái sér fært að koma hingað suður á þingið. Okkar von er að við megum eiga síðan góða stund í góðra vina hópi í Eldborg á laugardagskvöldinu, þar sem sameiginlegt lokahóf beggja umdæmana verður haldið með kvöldverði og skemmtiatriðum. Ákveðið var að endurnýja heimasíðuna og gera hana þægilegri og auðveldari í notkunn.Gerður var samningur við fyrirtækið Allra 8.is og er hún komin í gagnið með vefslóðinni www.innerwheel.is . Vonum við að hún eigi eftir að gagnast ykkur vel í framtíðinni. Tilvlið væri að færa inn á síðuna ábendingar til annarra klúbba um áhugavert efni á fundina eða eitthvað sem ykkur fyndist tilvalið að miðla til annarra Inner Wheel kvenna.
Með Inner Wheel kveðju og ósk um góðar stundir. f.h. umdæmisstjórnar Ingibjörg Magnúsdóttir Umdæmisstjóri IW 2006-2007
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Umdæmisþing Inner Wheel
9. júní í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ____________________________________________________________________________
Kl. 10.30 Skráning og kaffi Kl. 11.00 Formót sett - kynning þáttakenda Kl. 11.45 Formóti slitið Kl. 12.00 Hádegisverður - í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Kl. 13.00 Þingsetning - Umdæmisstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir
* Tónlist Hanna Konnráðsdóttir spilar á fiðlu * Kjör fundarstjóra og ritara * Kynning þingfulltrúa
* María Th. Jónsdóttir formaður FAAS terkur við ágóða rósasölu. * Ávarp : Forseti Rótarý Keflavík Guðjón Guðmundsson * Þingstörf Fundargerð síðasta umdæmisþings lesin Skýrsla umdæmisstjóra Reikningar 2006-2007 * Ákvörðun árgjalds fyrir starfsárið 2007-2008
* Kjör umdæmisstjórnar 2007-2008 - varaumdæmisstjóri - umdæmisritari - umdæmisgjaldkeri - tveir skoðunarmenn reikninga
* Önnur mál Kl. 15.00 Þingslit
Kynning Bláa Lónsins á nýjustu framleiðslu þess ásamt fleirum fyrirtækjum af Suðurnesjum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Kl. 18-19 Móttaka i boði Hitaveitu Suðurnesja h/f (rútuferð frá hóteli)
Kl. 19.30 Hátíðarsamkoma í Eldborg í Svartsengi
Inner Wheel og Rótarý Umdæmis Hátíðarkvöldverður Skemmtiatriði og dans
Hótelgisting - tilboð
Hótel Keflavík og Flughótel Keflavík bjóða gistingu til Rótarý og Inner Wheel félaga á tilbðsverði á meðan húsrúm leyfir. félaga á tilboðsverði á meðan húsrúm leyfir. Eins manns herbergi á kr. 10.800 og tveggja manna herbergi á 13.800 með morgunverði.
Bókanir á bæði hótelin hjá Hótel Keflavík í síma 421-7000
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Velkomnar á umdæmisþing í Reykjanesbæ
Inner Wheel klúbbur Keflavíkur stendur nú á mekum tímamótum en klúbburinn átti þrjátíu ára afmæli 15. janúar sl. Það er okkur sönn ánægja að fá tækifæri á að bjóða ykkur til umdæmisþings í Reykjanesbæ. Við vonumst vissulega til þess að sem flestar Inner Wheel konur mæti til þingsins Þetta er í þriðja sinn sem umdæmisstjórinn kemur frá okkar klúbbi og því sömuleiðis í þriðja sinn sem klúbburinn okkar sér um framkvæmd þingsins. Síðustu ár hefur Inner Wheel haldið sjálfstætt umdæmisþing aðskilið frá umdæmisþingi Rótarý. En í þetta sinn verður umdæmisþingið haldið á sama stað og á sama tíma. Það er okkur mikið metnaðarmál að vel takist. vandað hefur verið til dagskrá þingsins og hefur sérstök undirbúningsnefnd ásamt félögum umnnið mikið og óeigingjarnt starf svo það megi takast sem best. Við ætlum að vera sýnilegar á meðal Rótarýmanna og eiginkvenna þeirra og reyna að kynna Inner Wheel fyrir þeim konum sem ekki hafa kynnst starfseminni . Vonandi kemur þingið til með að endurspegla þann kraft, hlýju og félagsanda sem hefur einkennt starf klúbbsins okkar og verða öllum Inner Wheel klúbbum hvatning til góðra verka á komandi árum.
Hjartanlega velkomin til þessa 20 umdæmisþings og megum við eiga ánægjulega daga saman hér í Reykjanesbæ helgina 8.-9. júní n.k.
Agnes Geirsdóttir Forseti Inner Wheel klúbbs Keflavíkur.
_____________________________________________________________________________
Kveðja frá Inner Wheel Reykjavík.
Þetta starfsár er það 34. í röðinni og félagar eru um 70 talsins. Væntanlega mun sú tala hækka um 4 í febrúar. Fundir eru haldnir í Sunnusal Hótel Sögu annan miðvikudag hvers mánaðar. Fundarsókn mætti vera betri en um það bil 30 konur sækja fundi að jafnaði. Reynt er að hafa fjölbreytt efni á fundum. Á fyrsta fundi haustsins sögðu þær Guðrún B. Jónsson og Guðrún Sigurjónsdóttir frá síðasta alþjóðaþingi og ferðalagi um Nýja Sjáland, en þar var þingið haldið. Var það fróðlegt og skemmtilegt enda fylgdi myndasýning frásögn þeirra. Í nóvember fengum við góða gesti frá Inner Wheel Keflavík með Ingibjörgu Magnúsdóttur umdæmisstjóra í fararbroddi. Jólafundur var með hefðbundnu sniði, tónlistar atriði, hugvekju og söng fyrir utan jólamat og möndlugjöf. Í janúar er spiluð félagsvist og árshátíð er haldin í mars. Venja er að styrkja eitthvert gott málefni á hverju ári og safnað í sjóð til þess á jólafundi og með happadrætti á árshátíð. Hattafundur er í apríl og á maífundi afhendum við styrkinn. Þá fáum við upplýsingar um starfsemi samtakanna, sem hans njóta. Vorferð er alltaf á dagskrá og brunar þá þéttsetin rúta úr bænum með glaðan hóp kvenna. Stefnan er tekin á markverða staði og snætt saman annaðhvort í sumarhúsi eða veitingastað. Félagsskapurinn er mikilvægur og við sýnum hlýhug og vináttu í verki. Við þökkum samstarf og heimsóknir annarr klúbba og sendum kærar kveðjur til umdæmis 136.
_________________________________________________________________
Fréttapistill frá I.W. Kópavogi. Starf klúbbsins hefur verið með miklum blóma það sem af er vetri,fundir verið vel sóttir af félagskonum auk margra gesta. Í febrúar voru liðin 20 ár frá stofnun Inner Wheel klúbbs Kópavogs. Af því tilefni var haldinn afmælisfundur á Hótel Loftleiðum þann 14.febrúar. Þar var margt til gamans gert,lesið upp m.a. málshættir og orðskviðir, sungið við gítarundirleik og að sjálfsögðu mikið spjallað. Fyrrverandi I.W. félögum var sérstaklega gefinn kostur á að vera með okkur á þessum fundi og var góð þáttaka hjá þeim auk annarra góðra gesta, enda gaman að hittast, rifja upp gömul kynni og efla ný. 4 konur gengu í klúbbinn á þessum afmælisfundi auk þess sem ein kona gerðist félagi í október. Þessi fjölgun í klúbbnum okkar er auvitað sérstakt gleðiefni og eru nýjar I.W. konur boðnar innilega velkomnar. Afmæliskvöldið heppnaðist vel og leið reyndar heldur fljótt í þeim ljúfa anda sem alltaf skapast þar sem I.W. konur og gestir þeirra koma saman.
|