INNER WHEEL ÍSLANDI - UMDÆMI 136

I.       Um forseta Inner Wheel, kosningu, hlutverk og skyldur.

Forseti og varaforseti þurfa að hafa setið í klúbbstjórn að minnsta kosti eitt ár, áður en þeir eru kjörgengir til embættanna.

Kjósa þarf i siðasta lagi i febrúar ár hvert (umdæmisstjórnin þarf að tilkynna til aðalskrifstofunnar i London nýjar stjórnir i byrjun mars).

Forseti er kosinn til eins árs. Í sérstökum tilfellum er hægt að sækja um það til umdæmisstjórnar að forseti sitji i tvö ár.

Forseti á að stjórna öllum fundum klúbbsins sem æðsti embættismaður hans og hafa yfirumsjón með starfi hans.

Forseti Inner Wheel á að bera forsetakeðjuna á öllum fundum og samkomum Inner Wheel klúbbs sins og þegar klúbburinn heimsækir aðra klúbba. Einnig skal forseti bera keðjuna þegar hann er viðstaddur fullgildingu nýs Inner Wheel klúbbs, umdæmisþing og ráðstefnur á vegum Inner Wheel.

Varaforseti stjórnar fundi í forföllum eða fjarveru forseta.

 

Markmið Inner Wheel:             

 Að auka sanna vináttu

 Að efla mannleg samskipti

 Að auka alþjóðlegan skilning

 

II.      Dagskrá fundar getur litið svona út:

1    Forseti setur fundinn og er fundarstjóri (eða nefnir annan til þess).

2    Kveikt er á kerti fyrir fundinn.

3    Forseti les upp markmið Inner Wheel (eða nefnir einhverja fundarkonu til þess).

4    Forseti les upp dagskrá fundarins.

5    Ritari les upp fundargerð síðasta fundar.

6    Forseti ber fundargerðina upp til samþykktar. (Ef fundarmenn vilja koma með leiðréttingu á fundargerðinni, er það gert munnlega. Fundarritari leiðréttir fundargerðina, ef fram koma óskir um það. Forseti segir síðan: „Ef ekki eru athugasemdir gerðar við fundargerðina, skoðast hún samþykkt“).

7    Forseti les upp bréf, sem borist hafa klúbbnum.

8    Forseti kynnir dagskrá. Byrjað er á þriggja mínútna erindum. Sagt er frá nafni ræðumanns og honum þakkað í lok erindisins.

9    Aðalerindi. Forseti eða sá, sem útvegaði frummælandann kynnir hann. Greina ber frá nafni, námi og  starfi hlutaðeigandi flutningsmanns.

10 Forseti þakkar flutningsmanni erindið og býður orðið laust fyrir umræður og fyrirspurnir.

11 Forseti (eða fundarstjóri) stjórnar umræðum. Hann skráir hjá sér nöfn þeirra, sem vilja taka til máls eða spyrja frummælanda og gefur þeim orðið í réttri röð. Forseti ákveður hvort fundarmenn tala úr sæti sínu eða fara i ræðustól. Forseti hefur samráð við frummælanda um það hvort hann vilji svara hverri spurningu fyrir sig eða safna saman 3-4 spurningum. Oftast er umræðan þannig, að best er að frummælandi svari hverri spurningu fyrir sig og að fundarmenn fái að spyrja úr sætum sinum, nema þeir óski eftir að fara í ræðustól.

12  Forseti (fundarstjóri) lokar mælendaskrá og gefur frummælanda orðið í lokin.

13 Forseti þakkar fundarmönnum umræðurnar og frummælanda fyrir erindið.

14 Önnur mál. Forseti gefur orðið laust, ef einhverjir fundarmenn vilja koma einhverju máli á framfæri.

15 Ef skipaður hefur verið fundarstjóri, þá þakkar forseti fundarstjóra störf hans á fundinum.

16 Forseti slítur fundi, tilkynnir hvenær næsti fundur verður haldinn og þakkar klúbbfélögum fyrir komuna. Æskilegt er að tilkynnt sé um efni næsta fundar.

III.     Hagnýt atriði, sem naudsynlegt er að kunna:

1 Forseti þarf að gæta hlutleysis. Við afgreiðslu mála er það meirihlutinn sem ræður, en
hlusta verður á minnihlutann og taka fyllsta tillit til hans, eftir þvi sem frekast er unnt.     

2 Allir sem taka til máls eiga að byrja á því að ávarpa forsetann, áður en þeir hefja mál sitt að öðru leyti.

3 Tillaga, sem er rétt fram borin, er tekin til umræðu í samræmi við rétt fundarsköp.

4 Breytingartillaga við tillögu, sem er til umræðu, er afgreidd á undan aðaltillögunni.

5 Ákvörðun forseta / fundarstjóra um framgang mála á fundi og fundarsköp er endanleg, nema hann kjósi að leggja ákvörðun sina undir fundarmenn, til staðfestingar eða synjunar.

6 Falli atkvæði jöfn, hefur tillaga ekki fengið nægilegt fylgi og er þvi fallin.

7 Fundur er lögmætur ef 20%  klúbbfélaga eru mættir, enda hafi fundurinn verið boðaður með löglegum hætti.

8 Hver klúbbur getur ráðlagt fulltrúum sínum, sem fara með atkvæði á umdæmisþingi, hvernig þeir skulu greiða atkvæði í þeim málum, sem til meðferðar eru. Ella taka þeir sjálfstæðar ákvarðanir i samræmi við samvisku sína m.a. um breytingartillögur.

9 Leitast skal við að hafa form funda létt og þægilegt.

 

 

IV.     Leiðbeiningar af ýmsu tagi.

Afgreiðsla félagsmála.

Æskilegast er, að afgreiðsla félagsmála á fundum fari fram eftir ákveðnum reglum.

 

Þriggja mínútna erindi.

Stefnt skal að þvi að hafa þriggja mínútna erindi á hverjum fundi. Það er æskilegt að halda slík erindi til að styrkja sjálfstraust klúbbfélaga og æfa þá í að standa upp og segja nokkur orð.

Stjórn klúbbsins, eða þar til skipuð nefnd velur þá sem eiga að halda erindi. Valinn er klúbbfélagi með góðum fyrirvara. Þegar urn nýja félaga er að ræða er æskilegt að flutt séu „ego-erindi“, þ.e. menn segi frá sjálfum sér. Félagar, sem áður hafa flutt slík erindi og röðin komin að aftur, geta sagt frá hverju sem er, sagt sögur, lesið ljóð o.s.frv.

Aðalerindi.

Æskilegt er að á hverjum fundi sé fenginn einhver, annað hvort klúbbfélagi eða utanaðkomandi aðili til að halda erindi um eitthvað málefni. Á aðalfundi er erfitt að koma sliku við. Auk þess eru oft tekin upp ýmis mál, sem kúbbfélagar kæra sig ekki um að utanaðkomandi fólk hlusti á. Þess vegna er ráðlegt að sleppa erindi á þeim fundum, eða fá einhvern klúbbfélaga til að flytja það.

Nauðsynlegt er að kynna þann sem flytur erindið og gera grein fyrir þvi sem fjalla á um. Forseti eða sú, sem sá um að útvega frummælandann (ef hann er utanaðkomandi) kynnir hann. segir frá nafni, námi og starfi hlutaðeiganda og helsta lifshlaupi.

Kosning embættismanna.

Kjósa skal varaforseta, ritara, gjaldkera og tvo endurskoðendur.

Tilnefningar

Stjórn klúbbsins skal leita eftir tilnefningum á janúarfundinum og kannar hug félaga til að taka við embættum á vegum klúbbsins.

Kosning stjórnar.

Kosning stjórnar fer fram i febrúar. Nauðsynlegt er að kjósa stjórn Inner Wheel klúbbanna í febrúar, svo umdæmisstjórn geti sent upplýsingar um nýjar stjórnir til aðalskrifstofunnar í London í byrjun mars.

Nefndir og starfsemi þeirra.

Auk þessa er æskilegt, en þó ekki skylda, að kjósa eftirtaldar nefndir:

Skemmtinefnd: Hún sér um að halda skemmtifund, jólafund, herrakvöld, efna til vorferðalaga, leikhúsferða og annað.

Dagskrárnefnd:  Hún sér um að útvega frummælendur á fundi í samráði við forseta og fá félagsmenn til að halda þriggja mínútna erindi.

Fjáröflunarnefnd: Hún sér um fjáröflun til styrktar ákveðnum málum.

Kosnir eru 3-5 félagsmenn i hverja nefnd, sem skipta með sér verkum. Ekki er naudsynlegt að kjósa í þessar nefndir um leið og stjórn klúbbsins er kosin. Kjósa má i nefndirnar t.d. á fyrsta fundi að hausti. Allar þessar nefndir vinna i nánu samstarfi við stjórn klúbbsins sem er æðsta stjórn.         

Kosning fulltrúa á umdæmisþing.

Kjósa skal tvo fulltrúa frá hverjum klúbbi (og tvo varamenn þeirra), sem fara með atkvæðisrétt á umdæmisþinginu. Kjósa má þrjá fulltrúa í þeim klúbbum, sem hafa fleiri en 51 félaga. Skýrslur klúbbanna skulu unnar af stjórn (forseta) og lagðar fram á umdæmisþinginu, ein fyrir hvern klúbb auk skýrslu til umdæmisins.

Heimsóknir í aðra klúbba.

Æskilegt er að klúbbfélagar fari í heimsóknir í aðra klúbba. Það er nauðynlegt að hringja í forseta eða ritara viðkomandi klúbbs með góðum fyrirvara og kanna hentugan tima. Það sama gildir, ef aðrir klúbbar óska eftir að koma í heimsókn. Klúbbarnir gætu þá báðir verið með formlega fundi þ.e. lesið fundargerðir síðustu funda o.s.frv. Forseti þess klúbbs sem er heimsóttur, stjórnar fundi, nema annað sé ákveðið.

Upplýsingar, sem senda þarf umdæmisstjórn.

1.        Upplýsingar um nýkjörna stjórn, forseta, ritara og gjaldkera, um leið og stjórnarkjör hefur farið frarn  en ekki seinna en 1. mars.

2.         Upplýsingar um fulltrúa á umdæmisþing, ekki seinna en 30. apríl.

3.        Athugasemdir við viðtakandi umdæmisstjórn, ef einhverjar eru.

Nýir félagar.

Sumum klúbbum hefur gengið nokkuð illa að fá nýja félaga. Í þvi sambandi er bent á eftirfarandi:

Að fá ritara hlutaðeigandi Rotary-klúbbs til að senda ritara Inner Wheel klúbbsins upplýsingar um nýja félaga í klúbbnum.

Að skipa sérstakan félagafulltrúa sem sér um að hafa samband við maka nýrra Rotaryfélaga.

Að heimsækja maka nýrra Rotaryfélaga og kynna þeim starf Inner Wheel. Bjóða þeim að koma á fund hjá Inner Wheel. Flestir klúbbar senda viðkomandi bréf og hafa síðan símasamband. Þetta er talin áhrifarik leið til að fá nýja félaga.

Inntaka nýrra félaga.

Ef fleiri en einn félagi er tekinn í klúbb á sama fundi breytist pistillinn í fleirtölu nema síðasti kaflinn, þar sem hver og einn er ávarpaður sérstaklega með nafni. Forseti hefur kerti við hlið sér og í byrjun athafnarinnar ávarpar harm væntanlegan félagsmann með nafni. Hann stendur upp og gengur til forseta, en allir rísa úr sætum..

Ávarp forseta við inntöku nýrra félaga.

(Í byrjun athafnarinnar er kerti sett í stjaka við hlið forseta, sem ávarpar væntanlega félagskonu með nafni. Hún stendur upp og gengur til forseta. Allar fundarkonur rísa úr sætum).

Í dag ert þú tekin inn í Inner Wheel ................, en Inner Wheel er alþjóðleg hreyfing, þar sem hugsjónin er að mestu hin sama og hjá Rótarý hreyfingunni. Inner Wheel er óháð trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum og litarhætti.

Markmið Inner Wheel er:

Að auka sanna vináttu

Að efla mannleg samskipti

Að auka alþjóðlegan skilning

Frá þessum degi hefur þú öðlast réttindi sem lög félagsins veita, en öllum réttindum fylgja skyldur. Réttur þinn til að gerast félagi í Inner Wheel er mjög einstaklingsbundinn, því hann er bundinn við þig persónulega. Ef þú fylgir hugsjón Inner Wheel tekur þú á þig skyldur vináttu, velvilja og þjónustu, sem Inner Wheel hugsjónin byggist á. Ég vona innilega að þú finnir að með okkur ert þú í vinahópi og hafi ánægju af að vera með okkur um ókomin ár.

(Forseti kveikir nú á kertinu, nælir klúbbmerkið í barm nýs félaga og lýkur síðan ávarpi sínu á þessa leið):

..........í nafni klúbbfélaganna býð ég þig velkomna í Inner Wheel ................ og færi þér vinatákn IW, rauða rós.

(Snýr sér að félagskonum). Ég kynni þessa nýju félagskonu fyrir ykkur og bið ykkur að taka henni með útréttri vinarhönd.

Félagar taka síðan í hönd nýs félaga (eða klappa) og bjóða hana velkomna.

Félagar taka síðan í hönd hins nýja félagsmanns og bjóða hann velkominn í félagið.

Frekari upplýsingar mála

Telji forseti sig vanta nánari upplýsingar um ákveðið mál, á hann að hafa samband við umdæmisstjórnina. Ef umdæmisstjóri getur ekki gefið upplýsingar um málið, ber honum að hafa samband við aðalskrifstofuna í London og óska upplýsinga. Umdæmisstjóri gerir síðan forseta grein fyrir þeim svörum, sem berast frá henni.

 

 

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...