INTERNATIONAL INNER WHEEL

UMDÆMI 136 – ÍSLAND

                                                                                       

 

Um gjaldkera Inner Wheel, kosningu, hlutverk og skyldur.

 

Gjaldkeri er kjörinn til eins árs í senn, en má taka endurkjöri allt að tveimur árum til viðbótar skv. alþjóðalögum Inner Wheel.

 

Gjaldkeri gegnir veigamiklu trúnaðarstarfi. Velgengni sérhvers klúbbs getur oltið á reglusemi og að góð skipan ríki í fjármálum hans.

Gott er að gjaldkeri kunni nokkur skil á bókhaldi.

 

 

 

Helstu störf gjaldkera eru eftirfarandi:

1.      Hafa með höndum vörslu sjóða klúbbsins.

2.      Halda saman öllum fylgiskjölum og færa samkvæmt þeim.

3.      Sjá um innheimtu félagsgjalda og annarra gjalda.

4.      Annast greiðslu reikninga í samráði við forseta

5.      Sjá um skýrslugerðir vegna fjármála , svo sem ársreikninga.

6.      Hafa gott yfirlit um fjárhagsstöðu klúbbsins hverju sinni, og vera forseta til ráðuneitis.

 

 

 

Inner Wheel klúbbarnir greiða árgjald til umdæmisins, sem er ákveðin fjárhæð á hvern gjaldskýldan félaga. Innifalið í því er gjald til International Inner Wheel.

Árgjaldið er GBP 3,50 fyrir hvern félaga. Það gjald á að hafa borist til alþjóðaskrifstounnar í London fyrir 31. október ár hvert. Gjaldið gildir fyrir alla virka félaga, virka heiðursfélaga og heiðursfélaga.

 

Því er áríðandi að klúbbarnir greiði gjald sitt til umdæmisins eigi síðar en

15. okóber ár hvert. Með greiðslunni þarf að fylgja skrá yfir fjölda félaga.

 

Umdæmisstjóri gerir tillögur um árgjald til umdæmissins hverju sinni, og ber upp á umdæmisþingi til samþykktar.

 

Í félagsreglum International Inner Wheel er skýrt tekið fram, að gjalddagi félagsgjalda sé 31.júlí með eindaga 31.október.

 

Á Íslandi hefur sá háttur verið hafður á, að innheimta félagsgjöld klúbbanna og umdæmisins að hausti, eftir að vetrarstarf hefst.

 

Með hliðsjón af þeim eindaga, sem er á greiðslu árgjalds til alþjóðaskrifstofunnar, þ.e. 15. október er þetta fyrirkomulag ekki nógu hentugt. Það hefur oft þær afleiðingar að klúbbarnir eru í tímaþröng á haustin með skil á árgjaldinu til umdæmisins. Jafnframt er umdæmið í tímaþröng með sitt uppgjör til London. Þurfa klúbbarnir jafnvel að leggja út fyrir árgjaldinu ,áður en að félagsgjöldin skila sér inn og umdæmið jafnvel líka að leggja út fyrir árgjaldinu áður en nokkur greiðsla hefur borist frá klúbbunum. Það er ekki sjálfgefið að klúbbarnir og umdæmið eigi sjóði til að standa undir því, þó að fram til þessa hafi þetta blessast.

 

 

 

Æskilegt væri, að fráfarandi gjaldkeri sendi út gíróseðla, samkvæmt nýjasta félagatali, fyrir árgjaldi næsta starfsárs í september áður en stjórnarskipti fara fram á fyrsta fundi á haustin.

 

 

Ætti þá a.m.k. meiri hluti félagsgjaldsins að hafa skilað sér inn þegar vetrarstarfið hefst og auðvelda klúbbunum að standa skil á árgjaldinu til umdæmisgjaldkera í tæka tíð, þ.e.a.s. fyrir 15. október.

 

 

 

 

 

Minnispunktar fyrir gjaldkera.

 

 

·         Fjárhagsárið er frá 1.júli til 30. júní

·         Auðveldast er að allar greiðslur fari fram í gegnum ávísanahefti eða heimabanka. Þannig er þægilegt að halda utan um bókhaldið í gegnum bankaútskriftir.

·         Muna að fylla vandlega út svunturnar í tékkheftinu með dagsetningu, upphæð og hverjum er greitt. Einnig er gott að skrifa athugasemdir á fylgiskjalið ef þurfa þykir.

·         Fá útskriftir frá bankanum einu sinni í mánuði.

·         Þægilegast er að innheimta félagsgjöld með gíróseðlum.

·         Muna að halda eftir græna afritinu af gíróseðlunum, sem sendir eru út. Það auðveldar að sjá frá hverjum greiðslur eru, þar sem númer gíróseðilsins kemur fram á yfirlitinu frá bankanum.

·         Ef klúbbur á einhvern sjóð umfram það, sem þarf til daglegs reksturs, þá hafa margir þann hátt á að leggja inn á bækur eða sparileiðir, sem gefa hæri ávöxtun. Skal það gert í samráði við stjórn klúbbsins.

·         Þegar gjaldkeri lætur af störfum þarf að skipta út prókúru á ávísanareikningi og bankabók til handa nýjum gjaldkera.

 

 

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...