Fréttabréf 2011-2012

25. umdæmisþing Inner Wheel  haldið í Reykjavík

28. apríl 2012.                                                       

 

Kæru Inner Wheel félagar.

Að þessu sinni verður 25.  umdæmisþingið í höndum Inner Wheel Reykjavík-Breiðholt og verður haldið í Safnaðarheimili Seljakirkju og hefst  klukkan 13. Sjá dagskrá.

 

Markmið  alþjóðasambands Inner Wheel  í ár er að stuðla að sem víðtækastri  kynningu á  markmiðum  Inner Wheel og fjölga félögum. 

Hvatningarorð okkar í ár eru: Horfum til framtíðar - stefnum hátt.

 

International Inner Wheel eru í dag  fjölmennustu kvennasamtök í heiminum sem telja rúmlega 100 þúsund félaga og eru þau  í flestum þeim löndum þar sem Rótarýhreyfingin starfar.

Við erum samtök maka, dætra eða systra Rótarýmanna og mynda samtökin innra hjólið í alþjóðamerki Rótarý og eru þannig Rótarýhreyfingunni til styrktar. Samtökin eru óháð trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum.

 

Fyrsti Inner Wheel klúbburinn hérlendis var stofnaður í Reykjavík árið 1973 og eru 7 klúbbar starfandi hér í dag með rúmlega 260 félagskonum.  Við hittumst einu sinni í mánuði  yfir vetrartímann til að borða saman og hlusta á menningarleg og fræðandi erindi en komum þó fyrst og fremst saman til styrkja markmið  Inner Wheel sem eru: Að auka sanna vináttu, efla mannleg samskipti og að auka alþjóðlegan skilning.

Þá styrkja klúbbarnir innlend og alþjóðleg verkefni.

.

Sem umdæmisstjóri hef ég í heimsóknum mínum  til klúbbanna í vetur  lagt áherslu á þau markmið okkar    styrkja sanna vináttu og  hef ég haft mikla ánægju af þessum heimsóknum  mínum  þar sem ég hef fundið vinarþel og gleðina sem þar ríkir.

Vil ég nota þetta tækifæri og þakka ykkur öllum fyrir frábærar móttökur.

Vonast ég til að sjá sem flestar ykkar á umdæmisþinginu okkar í vor og skulum við bjóða með okkur gestum á kvöldverðinn og njóta samverunnar og eiga gleðiríkan dag saman.
                                                                                                                           

untitled.bmp

 

Með kærri kveðju,                                                                    

Erla Jónsdóttir umdæmisstjóri                                                                                    

president@innerwheel.is      

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...