Kæru Inner Wheel félagar!

Þingið okkar þann 28. maí næstkomandi.

Nú er ég stödd í Noregi, hjá eiginmanninum í Tosbotn, og á meðan hann vinnur leik ég mér í Inner Wheel skjölum og horfi til þingsins okkar með mikilli tilhlökkun. Hjá IW Keflavík er búið að skipa í 4 þingnefndir sem nú hefja undirbúning svo þingið okkar, þessi skapandi vináttuvettvangur, takist sem best.  

Dagskráin hefst kl. 10:30, þegar gengið verður frá skráningu og þinggögn verða hafhent. Að lokinni skráningu verður hátíðarstund í kapellu Keflavíkurkirkju þar sem minnst verður látinna félaga, hlýtt verður á blessunarorð prestsins og fulltrúi frá Rótarýklúbbi Keflavíkur ávarpar þingkonur. Að lokinni hátíðarstund verður hádegishlé og kl. 13 hefst svo þingfundur.

Þingfundur verður með hefðbundnum sniði en einnig munum við hlíða á erindi Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi. Með því styrkjum við tengslin við UN á Íslandi, rétt eins og við gerum á alþjóðavettvangi. Einnig verður niðurstaða könnunarinnar kynnt. Undir liðnum Önnur mál er kjörið að koma með ábendingar og athugasemdir er varðar starf okkar í Inner Wheel. Við félagskonur erum lykillinn að árangri og vellíðan í félaginu okkar og með því að deila hugmyndum gerum við starfið lifandi.

Við ætlum einnig að kíkja við á eitt af menningarsetrum Reykjanesbæjar og svo verður haldið til hátíðarkvöldverðar þar sem við vonum að fjölmennt verði og mikil gleði ríki.

Umdæmisstjórnin ásamt IW Keflavík hlakkar mikið til að taka á móti vinkonum í Inner Wheel og gestum þeirra þennan dag og hvetur alla félaga til að taka þátt í þessum mikilvæga vettvangi umdæmis 136 þar sem markmið IW, að efla sanna vináttu, samskipti og alþjóðlegan skilning, er sýnd í verki.

Við erum Sendiherrar vináttu!

Við grúsk inn á heimasíðu alþjóðaskrifstofu rakst ég á fundargerð alþjóðastjórnar frá því í október síðastliðnum. Þar, undir kafla um Samskipti (Communication), segir kynningarstjórinn að við séum sendiherrar vináttunnar (Ambassadors of friendship). Ég hef mikið hugsað til þessa hugtaks síðan ég las þennan kafla og velt því jafnframt fyrir mér hvernig megi skilja það. Jú, við erum Inner Wheel félagar og eigum okkar vel skilgreindu markmið um vináttuna. En … vinátta er frekar flókið hugtak, við eigum ýmist vinkonur eða kunningjakonur sem falla í sinn hvorn flokkinn eftir því hversu tengdur viðkomandi er okkur. Svo hvernig getum við eflt vináttu sem stendur utan við þessi nánu tengsl sem við gjarnan skilgreinum vináttuna innan. Samkvæmt skilgreiningu á vináttu, sem ég hef fundið samhljóm með á nokkrum stöðum, er vinur sú manneskja sem tengd er annarri manneskju með gagnkvæmri væntumþykju, stuðningi og trausti. Þessi skilgreining staðfestir í mínum huga hversu auðveldlega við eigum að geta sinnt því embætti að vera Sendiherrar vináttunnar. Væntumþykja, stuðningur og traust nær útfyrir Inner Wheel og til samferðamanna okkar líka. Þess vegna er Inner Wheel góður félagsskapur og gefandi í samfélagi okkar. Fjárhagslegur styrkur til þeirra sem þurfa er alltaf vel þeginn, en vinátta í formi væntumþykju, stuðnings og trausts er gjöf sem allir geta þegið.   Ef ykkur langar að lesa fundargerðina, ykkur til gagns og til gamans er hlekkur inn á hana hér http://internationalinnerwheel.org/meeting-minutes.html  Myndina fann ég á þessari heimasíðu: http://www.relatably.com/q/caring-for-a-friend-quoteshttp://www.relatably.com/q/img/caring-for-a-friend-quotes/eq-best-quote-by-author-unknown-the-recipe-of-friendship-cup-of-shari-139322162948gkn.jpg


Fréttir af klúbbum?

Ég er svo sannarlega forréttindapía Í gegn um embætti umdæmisstjóra hef ég fengið að sitja á fundum klúbbanna, fengið að deila með ykkur eilitlu af mínu lífi og tilveru, og fengið að kynnast ykkur og starfi ykkar á klúbbfundum. Upplýsingamiðlun er liður í samskiptum okkar og þess vegna langar mig að óska eftir því að fá að birta fréttir af klúbbastarfi ykkar. Mér þætti vænt um að heyra t.d. frá hefðbundnum fundi, óvenjulegum erindum eða ferðum klúbba, fjáröflun og öðrum tilefnum. Mig langar að gefa öðrum tækifæri til að sjá ykkur, eins og ég hef séð ykkur Fréttin þarf ekki að vera stór – hún getur verið örstutt samantekt og ein mynd. Ég tek við pósti hvenær sem er á netfangið jana1911@internet.is, einnig má senda beint á vefstjórann okkar hana Kristjönu á kristjana@hhus.is


https://scontent.xx.fbcdn.net/hphotos-xaf1/v/t1.0-9/11095115_1056892931033537_7521432707890175906_n.jpg?oh=6f5ea121047bb00e7c53076748c8f3f4&oe=577E7CDA


Minni ykkur á að senda upplýsingar um næstu stjórn til umdæmisins.


Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu á þingið okkar er að vænta í byrjun apríl.

Stay tuned


Einnig má alveg minna á hið Norræna Rallý sem halda á í Skagen í Danmörku í september og auðvita væri sérdeilis frábært að fjölmenna Það er hægt að skoða allt um Rallýið hér http://www.innerwheel.dk/da/NordicRallyEnglish


sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...