Kæru Inner Wheel félagar, velkomnar til starfa eftir sumarfrí.

Einstök og Einhuga – Alþjóðaforseti Inner Wheel – Charlotte De Vos frá Belgíu.

Dagana 7. til 9. maí síðastliðinn mættu 7 fulltrúar Íslands á Alþjóðaþing okkar sem haldið var í Kaupmannahöfn. Alþjóðaþing er haldið á 3ja ára fresti og verður næst haldið í Melbourne árið 2018. Það sem mér er minnisstæðast frá þinginu er vináttan og tengslin sem þar geta myndast. Einkunnarorð alþjóðaforseta okkar hennar Charlotte De Vos, og merking þeirra, kom skýrt fram á þessu magnaða þingi.

Einkunnarorð alþjóðaforseta eru „Unique & United“. Íslensk þýðing er „Einstök og Einhuga“ vegna þess að hver og ein okkar er Einstök vegna reynslu okkar, uppruna, þekkingar og menningar en sem félagsskapur erum við Einhuga í því að sýna í verki þau gildi sem við stöndum sameiginlega um, en þar meðal annars eru markmið Inner Wheel, Að auka sanna vináttu, Að efla mannleg samskipti og Að auka alþjóðlegan skilning.  

Hvet ykkur til að skoða heimasíðu alþjóðasamtaka Inner Wheel, en þar er meðal annars hægt að skoða bréf Charlotte á ensku hér.
Þingið okkar tókst ljómandi vel, en það var haldið í Hafnarfirði þann 29. ágúst. Á þessu þingi tók
ný umdæmisstjórn formlega við umdæmi 136 fyrir starfsárið 2015 til 2016. Í nýrri umdæmisstjórn sitja umdæmisstjóri Kristjana E. Guðlaugsdóttir, gjaldkeri Soffía Heiða
Hafsteinsdóttir og gjaldkeri Sólveig Einarsdóttir, allar frá IW Keflavík. Kristjana Þ.
Ásgeirsdóttir er fráfarandi umdæmisstjóri og situr í umdæmisstjórn sem meðstjórnandi og
leiðbeinandi. Viðtakandi umdæmisstjóri er Hrund Baldursdóttir IW Selfoss. Ég hvet ykkur til að
lesa skýrslu ritara á þinginu, sem hægt er að skoða á heimasíðunni okkar undir Ársskýrslur.

Norræni fundurinn haldinn á Íslandi dagana 17. til 22. september 2015.

Ný umdæmisstjórn hefur þegar hafist handa og hóf starfsárið með trompi við móttöku IW félaga frá Norðurlöndunum dagana 17. til 22. september síðastliðinn. Fundurinn sjálfur var haldinn laugardaginn 19. september með 6 IW félögum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Íslenskir fulltrúar voru Kristjana E., Soffía, Sólveig, Kristjana Á. og fyrrverandi umdæmisstjóri og félagi í IW Keflavík Guðlaug Jóhannsdóttir. Hægt er að lesa góða samantekt Kristjönu Á. hér

Gjald til umdæmisins - Umdæmisgjöldin þarf að greiða fyrir lok október inn á reikning umdæmisins nr. 0142-26-012020,  Kt. 421089-2649, umdæmisgjald er kr. 3500 á hvern félaga.

Mikilvægar dagsetningar – Þann 31. október verður sameiginlegur fundur stjórna og umdæmisstjórnar haldinn. Gert er ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 10 og ljúki kl. 14 í síðasta lagi. Frekari upplýsingar varðandi dagskrá og staðsetningu verða sendar út er nær dregur. Takið daginn frá.

Með Inner Wheel kveðju,

Kristjana E. Guðlaugsdóttir - Umdæmisstjóri 2015 til 2016

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...