Kæru Inner Wheel félagar!

Takk fyrir samstarfið


Nú líður senn að lokum þessa starfsárs og ég er afskaplega þakklát fyrir samstarfið og viðkynni
við ykkur kæru Inner Wheel vinkonur. Eins og ég kom inn á þegar ég kynnti mig þá eru félagsleg
tengsl mikilvæg og að finna tilgang í tilverunni þegar við stöndum utan vinnumarkaðarins. Þannig er það með mig og starfið síðasta árið hefur styrkt sjálfsmyndina og staðfest að ég er ennþá með hausinn í þokkalegu standi, að ég er mannleg og ófullkomin (eins og vera ber), og að ég kann ennþá að eiga samskipti rétt eins og þegar ég var í fullu starfi. Þakka ykkur kærlega fyrir að taka mér ávallt vel og leifa mér að vera hluti af klúbbfundi. Mér þykir vænt um að sjá hversu vel þið haldið utan um klúbbinn ykkar, allar sem ein, og það er gaman að sjá fjölbreytileikann í fundarforminu,

Þetta bréf er að mestu leiti tileinkað væntanlegu þingi og þeim verkefnum sem þarf að sinna fram að því.  Hér fyrir neðan má finna eins konar verkefnalista, ykkur til glöggvunar, og dagsetningar á skilafresti viðkomandi verkefnis.

Verkefnalisti fyrir þing

Það eru nokkur verkefni sem þingnefndirnar þurfa að ganga frá fyrir þing. Þess vegna er það eindregin ósk þeirra fulltrúa sem þar sinna verkefnum að þið, félagskonur góðar, sinnið skilum verkefna í tíma – það gefur nefndunum rúm til að skipuleggja sig vel og tímanlega. Þannig getum við allar notið þingdagsins alls, án streitu og tímaskorts.

 Tilkynna þarf um skráningu á þingfund og á hátíðarkvöldið fyrir 10. maí næstkomandi –
hvet konur til að fjölmenna á þennan sameiginlega vettvang okkar. IW Keflavík styrkir allar sínar konur til að sækja þingfund með því að greiða þinggjaldið fyrir hverja og eina. Hátíðarkvöldverðin greiðir svo hver fyrir sig.

 Vinsamlega millifærið þinggjöld og hátíðarkvöldverð inn á reikning umdæmisins nr. 142-
26-12020 kt.421089-2649. Útprentuð kvittun jafngildir greiðslu við afhendingu gagna. 
Einnig má staðgreiða á staðnum. (IW á ekki posa og því ekki hægt að taka á móti


 Skil á skýrslu klúbbs fyrir 20. maí – nú erum við með samræmt útlit á skýrslum klúbba.
Meðfylgjandi er hluti af skýrslu IW Keflavík sem dæmi. Þið getið haft það til hliðsjónar ef einhver óvissa er varðandi upplýsingarnar sem þurfa að koma fram þar. Skýrslan samtals má vera tvær blaðsíður hið mesta. Þessi samræming er gerð vegna þess að til stendur að útbúa möppu fyrir hvern klúbb með afritum af skýrslunni í.

 Ritari umdæmisins er að uppfæra félagatalið og til stendur að setja það með í upplýsingamöppuna fyrir hvern klúbb. Vinátta er byggð á tengslum og réttar tengiliðaupplýsingar styrkja okkur. Skil á uppfærðu félagatali er fyrir 20. maí.

 Vinsamlega tilkynnið með netpósti ef minnast á látins félaga við hátíðarstund í kapellu
Keflavíkurkirkju ekki seinna en 25. maí.

 Hægt er að senda skýrslur og aðrar upplýsingar á soffia@hss.is og jana1911@internet.is.
Einnig tökum við vel í allar fyrirspurnir 

Þingið okkar þann 28. maí næstkomandi.


Dagskráin hefst kl. 10:30, þegar gengið verður frá skráningu og þinggögn verða afhent. Að lokinni skráningu verður hátíðarstund í kapellu Keflavíkurkirkju þar sem minnst verður látinna félaga, hlýtt verður á blessunarorð prestsins og fulltrúi frá Rótarýklúbbi Keflavíkur ávarpar þingkonur. Að lokinni hátíðarstund verður hádegishlé og kl. 13 hefst svo þingfundur.

Þingfundur verður með hefðbundnu sniði en einnig munum við hlíða á erindi Mörtu Goðadóttur,
kynningarstýru UN Women á Íslandi. Með því styrkjum við tengslin við UN á Íslandi, rétt eins og
við gerum á alþjóðavettvangi. Einnig verður niðurstaða könnunarinnar kynnt. Undir liðnum Önnur mál er kjörið að koma með ábendingar og athugasemdir er varðar starf okkar í Inner Wheel. Við félagskonur erum lykillinn að árangri og vellíðan í félaginu okkar og með því að deila hugmyndum gerum við starfið lifandi.

Við ætlum einnig að kíkja við á eitt af menningarsetrum Reykjanesbæjar og svo verður haldið til
hátíðarkvöldverðar þar sem við vonum að fjölmennt verði og mikil gleði ríki. Umdæmisstjórnin ásamt IW Keflavík hlakkar mikið til að taka á móti vinkonum í Inner Wheel og gestum þeirra þennan dag og hvetur alla félaga til að taka þátt í þessum mikilvæga vettvangi umdæmis 136 þar sem markmið IW, að efla sanna vináttu, samskipti og alþjóðlegan skilning, er sýnd í verki. Við minnum einnig á að félagskonur í IW Keflavík taka á móti gestum á heimilið sitt á milli þingfundar og hátíðarkvölds. Nánari kynning verður á því á þingfundinum og þá gefst tækifæri til að leiða saman gest og gestgjafa .

Fréttir af klúbbum?


Ég vil ítreka þá ósk mína að fá sendar fréttir af starfsemi og viðburðum klúbbanna. Það er gaman að miðla þeim upplýsingum á lokaða facebook síðu okkar, eða/og á heimasíðu Inner Wheel á Íslandi. Upplýsingamiðlun er liður í samskiptum okkar og þess vegna langar mig að óska eftir því að fá að birta fréttir af klúbbastarfi ykkar. Mér þætti vænt um að heyra t.d. frá hefðbundnum fundi, óvenjulegum erindum eða ferðum klúbba, fjáröflun og öðrum tilefnum. Mig langar að gefa öðrum tækifæri til að sjá ykkur, eins og ég hef séð ykkur  Fréttin þarf ekki að vera stór – hún getur verið örstutt samantekt og ein mynd. Ég tek við pósti hvenær sem er á netfangið jana1911@internet.is, einnig má senda beint á vefstjórann okkar hana Kristjönu á kristjana@hhus.is

Minni ykkur á að senda upplýsingar um næstu stjórn til umdæmisins.

Einnig má alveg minna á hið Norræna Rallý sem halda á í Skagen í Danmörku í september og
auðvitað væri sérdeilis frábært að fjölmenna  Það er hægt að skoða allt um Rallýið hér

Kristjana E. Guðlaugsdóttir - Umdæmisstjóri 2015 til 2016

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...