Fréttabréf 2012-2013

26. umdæmisþing Inner Wheel haldið 25. maí 2013 í umsjá Inner Wheel Reykjavík.

Kæru Inner Wheel félagar.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að nýja árið verði ykkur öllum bjart og gott.

Nú hef ég heimsótt alla klúbbana og hefur það verið einstaklega ánægjulegt. Það er reglulega gaman að sjá að þótt klúbbarnir mættu vera fjölmennari er mikið og fjölbreytt starf hjá þeim öllum.  Vil ég nota þetta tækifæri og þakka ykkur öllum fyrir frábærar móttökur.

Nú erum við komnar með mikil réttindi til að fjölga hjá okkur þar sem ekki þarf lengur að vera tenging við Inner Wheel eða Rotarý svo nú er um að gera að opna fyrir nýjum félögum.  Ég vil hvetja ykkur til að bjóða vinkonum ykkar á fundi hjá okkur svo þið getið kynnt starfið fyrir þeim og leitt þær fyrstu sporin í starfinu með okkur.

Það sem er framundan hjá okkur er Umdæmisþingið sem haldið verður þann 25. maí 2013 og verður það í safnaðarheimili Neskirkju. Munum við kynna dagskrána betur þegar nær dregur. Um kvöldið verður svo Hátíðarkvöldverður á Hótel Borg, Gyllta salnum og mun Sigrún Hjálmtýsdóttir skemmta okkur þar með söng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara.

Vona ég að sem flestar sjái sér fært að koma á þingið. Um kvöldið eru eiginmenn, vinir eða vinkonur hjartanlega velkomin.

Einkunnarorð ársins 2012-2013: "Treystum vináttuböndin"Með Inner Wheel kveðju,
Guðrún Sigurjónsdóttir umdæmisstjóri.
sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...