Fréttabréf umdæmisstjóra í október 2016

Komið sælar kæru Inner Wheel konur og velkomnar til starfa eftir vonandi ánægjulegt sumarfrí.

„Touch A heart“ eru nýju einkunnarorð alþjóðaforseta 2016-2017 Oluyemisi Alatise

Einkunnarorð hennar „Snertum hjörtu“ finnst mér eiga vel við í því ástandi sem ríkir í heiminum um þessar mundir þar sem milljónir manna eru á vergangi eða lifa við hörmulegar aðstæður og ættu allir sem vettlingi geta valdið að taka höndum saman og hjálpa. Því það myndi svo sannarlega snerta við hjörtum þeirra sem minna mega sín í þessum harða heimi.

Núna eru allir klúbbar væntanlega teknir til starfa og ég er búin að bóka komu mín í tvo klúbba nú þegar og svo mun ég rekja mig áfram með heimsóknirnar.


Þingið okkar var haldið í Keflavík 28. maí síðastliðinn og heppnaðist það afar vel. Þar komu saman 42 konur og áttu saman góðan og ánægjulegandag þar sem farið var yfir ýmis mál m.a. kynnti Jana fráfarandi Umdæmisstjóri könnunina sem hún lagði fyrir okkur síðastliðinn vetur. Þar kom margt markvert fram t.d. það að við þurfum að reyna að auka nýliðun í klúbbana okkar sem er reyndar búið vera til umræðu áður. En betur má ef duga skal. Þar tók ný umdæmisstjórn við umdæmi 136 það er sitjandi umdæmisstjóri Hrund Baldursdóttir, gjaldkeri Esther Óskarsdóttir, ritari Guðbjörg Guðmundsdóttir, fráfarandi umdæmisstjóri Kristjana E. Guðlaugsdóttir og  Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir vefstjóri og viðtakandi umdæmisstjóri Stefanía Borg Thorsteinsson IW Reykjavík.

Þann 8. oktober átti Rótarý Hafnarfirði 70 ára afmæli og Inner Wheel klúbbur Hafnarfjarðar 40 ára og átti umdæmisstjóri því miður ekki tök á að mæta og fór Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir því fyrir mína hönd og þakka ég henni kærlega fyrir að hlaupa í skarðið. Klúbbnum færðum við forláta kerti sem nunnurnar í Hafnafirði máluðu fyrir okkur og stóð Kristjana í að útvega og græja þetta. Ég fór svo á Umdæmisþing Rótarý sem haldið var í Digraneskirkju þann 14. október og hélt þar smá tölu.

Gjald til undæmisins.

Umdæmisgjöld þarf að greiða til umdæmisins fyrir lok október inná reikning umdæmisins nr. 0142- 26- 012020  kt. 421089-2649, umdæmisgjald  er 3.500 kr.  á hvern félaga.

Mikilvægar dagsetningar

29. október verður sameiginlegur fundur stjórna og umdæmisstjóra sem haldinn verður í Tónlsitarskóla Hafnarfjarðar. Áætlað er að hittast klukkan 10 og fundarlok áætluð eigi síðar en kl. 14. Endilega takið daginn frá. Frekari upplýsingar verða sendar á klúbbana þegar dagurinn nálgast.

Með Inner Wheel kveðju
Hrund Baldursdóttir
Umdæmisstjóri 2016-2017

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...