Afmælishátíð IW Umdæmis 136, 13. janúar 2018 kl. 12 í Hannesarholti, Reykjavík. Alþjóðadagur Inner Wheel 10. janúar. Dagsins minnst í Hannesarholti, laugardaginn 13. janúar 2018 og jafnframt 30 ára afmælis umdæmis 136, þann 7. nóv. 2017.
Mættar voru eftirtaldir félagar:
Frá IW Kópavogi: Edda Magnúsdóttir, Erla Eggertsdóttir, Magnea Kristinsdóttir, Jónína Guðrún Einarsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir og Sólveig Árnadóttir. Frá IW Keflavík: Jana Guðlaugsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Soffía Hafsteinsdóttir, Rakel Ketilsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Sigríður Ingibjörnsdóttir, Gunnhildur Skaftadóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir. Frá IW Selfossi: Sigríður J. Guðmundsdóttir, Hjördís Þorfinnsdóttir og Nína Pálsdóttir. Frá IW Görðum: Laufey Jóhannsdóttir, Ásdís Daníelsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Marta María Skúladóttir og Sif Jónsdóttir. Frá IW Reykjavík: Margrét Einarsdóttir, Dagný Hildur Leifsdóttir, Stefanía Borg Thorsteinsson, Vilborg G. Kristjánsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir, Guðrún Sigurjónsdótir, Margrét Schram, Sigríður Ása Ólafsdóttir, Elín Hjartar, Guðrún B. Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ágústa Hauksdóttir, Ingibjörg J. Gísladóttir, Sigríður Gísladóttir. Tveir gestir: Hrund Sch. Thorsteinsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson. Frá IW Hafnarfirði: Guðlaug Ásgeirsdóttir, Gerður Sigurðardóttir, Elín Ragna Sigurðardóttir, Kristjana Ásgeirsdóttir Marínella Haraldsdóttir. Frá IW Breiðholt: Hólmfríður Pétursdóttir.
Heiðursgestir hátíðarinnar voru fyrstu núlifandi umdæmisstjórar hvers IW klúbbs:
Borghildur Fenger Inner Wheel Reykjavík umdæmisstjóri 1989 - 1990 Þóra Grétarsdóttir Inner Wheel Selfoss umdæmisstjóri 1995 - 1996 Ásthildur Pálsdóttir Inner Wheel Rvík/Breiðholt umdæmisstjóri 1996 - 1997 Guðlaug Jóhannsdóttir Inner Wheel Keflavík umdæmisstjóri 1998 – 1999 Alma Sverrisdóttir Inner Wheel Görðum umdæmisstjóri 1999 - 2000 Anna Björk Guðbjörnsdóttir Inner Wheel Hafnarfjörður umdæmisstjóri 2001 – 2002 Sigrún Sigvaldadóttir Inner Wheel Kópavogur umdæmisstjóri 2002 – 2003
Alls voru 50 félagskonur mættar og 2 gestir.
Dagskráin var eftirfarandi: Kl. 12:00 Fordrykkur; hátíðin svo sett af forseta umdæmisins, Stefaníu Borg Thorsteinsson. Vilborg G. Kristjánsdóttir gjaldkeri umdæmisins tók að sér að vera veislustjóri. Vilborg stiklaði á stóru í sögu IW samtakanna og fór með brandara. Þá var sýnd heimildarmynd um Hannes Hafstein. Kl. 12:30 Súpa og brauð borið fram. Kl. 13:30 Kaffi og afmælisterta. Kl. 13:45 Upplestur: Vigdís Jónsdóttir ritari umdæmisins las úr fundargerðum undirbúningsfunda og stofnfundar Umdæmis 136. Kl. 14:00 Viðurkenningar veittar fyrsta núlifandi umdæmisstjóra hvers IW klúbbs. Kl. 14:15 Samsöngur: Hvað er svo glatt. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir lék undir. Forseti sleit hátíðinni kl. 14:25.
|