INTERNATIONAL INNER WHEEL
UMDÆMI 136 - ÍSLAND                                                                                                                  Reykjavík, 14. september 2017

Til allra Inner Wheel klúbba á Íslandi


Kæru Inner Wheel félagar.
Umdæmisstjórn Inner Wheel, Umdæmis 136, sem að þessu sinni kemur frá Inner Wheel Reykjavík, vill í upphafi starfsárs bjóða félagskonur Inner Wheel velkomnar aftur til sinna hefðbundinna vinafunda. Við erum fullar tilhlökkunar að takast á við verkefni samtakanna og væntum góðs af samstarfinu sem framundan er.


Einkunnarorðin sem alþjóðaforseti Inner Wheel, Dr Kapila Gupta, hefur valið fyrir starfsárið 2017-2018 eru:

“LEAVE A LASTING LEGACY” eða “GÖNGUM GÖTUNA TIL GÓÐS”


Í þessum orðum felst hvatning til okkar um að vera ávallt meðvitaðar um tækifærin sem bjóðast til góðra verka og þor til að framkvæma þau af ábyrgð.
Í bréfi sínu segir Dr. Kapila meðal annars að við konur séum ekki skilgreindar eftir því hverjar við erum heldur hvað við gerum. Í öllum störfum okkar eigum við að ganga götuna til góðs, í smáu sem stóru. Ef við konur viljum að 2017-2018 sé okkar ár þarf að sýna áræði og dug. Ekki sitja í sófanum heldur fara út og gera gagn. Við eigum að takast á við nýjar áskoranir og sýna samlíðan með fólki, ganga götuna til góðs og efla Inner Wheel.


Í lokin eru hvatningarorð til klúbbfélaga um allan heim til að sækja þingið í Melbourne því þar sé einstakt tækifæri til að hitta fólk, fá innblástur og nýjar hugmyndir og efla vináttuna.


Við munum leitast við að skrá inn á heimasíðuna okkar það markverðasta sem viðkemur
Inner Wheel á komandi starfsári og allar fréttir sem tengjast Inner Wheel eru þess vegna vel þegnar.


Árgjald til Umdæmis 136 er óbreytt frá fyrra starfsári, kr. 3.500 á hvern félaga. Vinsamlegast greiðið það inn á reikning umdæmisins nr. 0142-26- 012020 kt. 421089-2649 fyrir 20. október nk., því greiðsla þarf að berast til höfuðsstöðva IW í London fyrir 31. október.


Sameiginlegur fundur stjórna allra klúbba ásamt Umdæmisstjórn, Haustfundur, verður haldinn laugardaginn 28. október.
Frekari upplýsingar um þann fund verða sendar til klúbbanna þegar nær dregur.


Stjórn Umdæmi 136 óskar félagskonum alls hins besta á komandi starfsári.


Með Inner Wheel kveðju,
Stefanía Borg Thorsteinsson
umdæmisstjóri
stefborg40@gmail.com

Vigdís Jónsdóttir
umdæmisritari
vigdis@althingi.is

Vilborg G. Kristjánsdóttir
umdæmisgjaldkeri
vilbkristjans@gmail.com

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...