Gleðilegt sumar kæru félagskonur.


“Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn” og komið að lokakafla 31. starfsárs Inner Wheel,
Umdæmi 136.


Starf mitt sem umdæmisstjóri starfsárið 2017-2018 hefur verið mér ótrúlega lærdómsríkt og
skemmtilegt og er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að takast á við verkefnið.


Það sem hefur fleytt mér í gegnum tímabilið er fyrst og fremst öll sú vinátta sem hefur mætt
mér, bæði frá samstarfskonum mínum og í heimsóknum mínum í klúbbana, það er upplifun
sem ég hefði alls ekki viljað fara á mis við.


Það er óhætt að segja að ég hafi Gengið götuna til góðs fyrir sjálfa mig þetta árið, innan um
allar þessar kjarnakonur.


Við ljúkum starfsárinu eins og venja er með umdæmisþingi.
Það verður haldið að þessu sinni i Neskirku, Reykjavík 2. júní nk. og er dagskrána að finna á
heimasíðu IW.


Við í umdæmisstjórninni þökkum ykkur fyrir mjög svo ánægulegt samstarf á árinu og vonumst til að sjá sem flestar ykkar á þinginu. Þar gefst okkur tækifæri til að sameina krafta okkar til góðra verka með vináttuna að leiðarljósi og eflum jafnframt mannleg samskipti. Sagt er að vinátta tengi en ósætti tvístri.


Að afloknu þingi eru makar/gestir hjartanlega velkomnir að slást í för með okkur en þá er förinni heitið í “Veröld”, hús Vigdísar Finnbogadóttur og þaðan í Norræna húsið þar sem boðið verður upp á freyðivín og sameiginlegur kvöldverður snæddur.
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir óperusöngkona verður gestur kvöldsins og flytur okkur fallegan
söng.


Það er einlæg ósk okkar í stjórn umdæmisins að sjá ykkur sem flestar á þessari lokahátið
starfsársins í notarlegu umhverfi.


Með Inner Wheel kveðju,
Stefanía Borg Thorsteinsson
Umdæmisstjóri 2017-2018

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...