Ársskýrsla IW Görðum 2017-2018:


Nafn klúbbs:                          IW Görðum, Garðabæ

Fjöldi félaga:                          28

Almennur fundarstaður:      Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll

Fundardagur og tími:           Fjórði miðvikudagur í mánuði kl. 18.30

Nefndir:                                  Skipaðar nefndir fyrir hvern fund vetrarins.

Stjórn 2017-2018:

Forseti:                                  Sif Jónsdóttir

Ritari:                                     Laufey Jóhannsdóttir

Gjaldkeri:                               Marta María Skúladóttir

Viðtakandi:                            Hallveig Hilmarsdóttir

Fráfarandi:                            Sigrún Aspelund

Stallari :                                 Ásdís Samúelsdóttir


Viðtakandi stjórn 2018-2019:

Forseti:                                  Sif Jónsdóttir

Ritari:                                     Laufey Jóhannsdóttir

Gjaldkeri:                              Marta María Skúladóttir

Viðtakandi forseti:               Hallveig Hilmarsdóttir

Fráfarandi forseti:                Sif Jónsdóttir

Stallari :                                 Ásdís Samúelsdóttir


Haldnir voru sex fundir þennan veturinn, félagar eru 28 og fóru fundirnir fram í Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ.

Fyrsti fundur vetrarins var í Kirkjulundi. Gestur fundarins var Margrét Sigurðardóttir, dóttir Þórdísar Guðjónsdóttur í IW Hafnarfirði. Margrét sagði okkur frá sprotafyrirtæki sínu. En hún stofnaði fyrirtækið Rosamosa sem framleiðir tónfræðismáforrit í snjallsíma, fyrir börn, unglinga og alla áhugasama. Þórunn í kirkjunni töfraði fram fyrir okkur dásamlegan kvöldverð.

Við samþykktum ársreikninga fyrir 2016-17, samþykktum árgjald 7.000 fyrir árið 2017-18.

Helga Kristjánsdóttir sagði svo frá heimsókn IW félaga hingað og dagsferð með henni hérlendis. Stjórnarskipti voru á þessum fundi en þá tók Sif Jónsdóttir við forsetaembættinu.

Annar fundur vetrarins var 25. okt. Forseti Sif Jónsdóttir setti fund. Aðalræðumaður kvöldsins var Björg Árnadóttir en hún sagði stuttlega frá sjálfri sér fyrst, Stílvopninu, valdeflingu og sköpun. Sagði frá bók sinni um Mývatn. Sagði svo frá þremur tegundum námskeiða sem hún heldur. Talaði um að komast yfir hræðsluna við hvíta blaðið, hvernig maður skapar persónur, skapar spennu, skapar samtöl o.fl. Sagði einnig frá verkefni sem hún vann við í Svíþjóð við að hjálpa jaðarsettum hópum og koma þeim inn í hópinn. Einnig hvatti hún konur til að skrifa sögur og endurminningar. Forseti gerði grein fyrir að það vantaði konur í næstu stjórn. Einnig sagði hún stuttlega frá Haustfundi Inner Wheel sem haldinn verður í gamla iðnaðarmannahúsinu þann 28. okt.

Þriðji fundurinn, jólafundurinn haldinn 30. nóv. Sérstakur gestur fundarins var Helga Björk Jónsdóttir djákni í Garðasókn. Hallveig Hilmarsdóttir las upp tvær jólasögur. Hún flutti fyrst örjólasögu, Ljótu jólasöguna um hana Sigrúnu Hjálmarsdóttur. En að afloknu matarhléi flutti hún fallega jólasögu frá liðnum tíma. Jólahugrenningar voru svo í höndum Helgu Bjarkar Jónsdóttur djákna. Lagði hún út frá ástinni og kærleikanum og fléttaði inn jólaguðspjallið inn í frásögnina. Við skiptumst á fallegum jólapökkum og opnuðum þá.

Fjórði fundur, janúarfundur. Fráfarandi forseti, Marta María stýrði fundi í fjarveru forseta. Sérstakur gestur fundarins var Stefanía BorgThorsteinsson umdæmisstjóri Inner Wheel.

Dagskrá fundarins var í höndum Vilborgar, Halldóru Bjarnadóttur og Ingibjargar Stephensen sem létu ljós sitt skína síðar á fundinum.

Ávarp umdæmisstjóra, hún sagði frá starfinu, gerði grein fyrir lífshlaupi sínu og ræddi um afmælishátíðina sem haldin var í Hannesarholti í janúarbyrjun. En það eru 30 ár liðin frá stofnun umdæmisins. Sagði frá 95 ára sögu hreyfingarinnar en rauður þráður í öllu starfinu er vináttan sem tengir okkur saman. Lýsti áhyggjum af fækkun félaga en vonar samt að vonarljósið varði veginn okkar. Gerði að umtalsefni togstreitu á milli IW og Rótarý um félagana eftir að Rótarý opnaði fyrir þátttöku kvenna. Minnti okkur svo á að fjölmenna á þing Inner Wheel sem haldið verður í safnaðarheimili Neskirkju 2. júní n.k. og kvöldverð í Norræna húsinu. Þá var röðin komin að ljósberum kvöldsins; Halldóra Bjarnadóttir sagði okkur frá sumarlandi þeirra hjóna; Pétursholti í Rangarþingi eystra en þau hafa byggt sér fallegt hús og eru skógarbændur á þessum fallega stað. Planta um 10-15000 plöntum á ári. Næst bað Sigrún Aspelund um orðið. Hún sagði frá veikindum sínum og svo frá bataferlinu. Hún þakkaði einstaka hlýju í sinn garð og þakkaði Mörtu Maríu sérstaklega fyrir hlýju og hvatningu í sinn garð. Nú var röðin komin að Vilborgu að „láta ljósið skína“ hún sagði frá áhrifavöldum í lífi sínu. Greindi frá eldhugunum sem stóðu að byggingu Hrannarskálans á skíðasvæði Hrannar á Skálafellssvæðinu. Ræddi samstarf félaganna sem stóðu að uppbyggingunni og hvernig vinahópurinn stóð saman að þessari framkvæmd. Ræddi um vináttuna og hvernig vináttan varðar veginn. Vilborg leiddi söng í upphafi fundar en við sungum Á Sprengisandi og í lok fundar sungum við Rósina.

Fimmti fundur. Forseti, Sif Jónsdóttir setti fundinn í norðursalnum í Kirkjuhvoli,en sérstakur gestur fundarins var Baldur Sigurðsson. Dagskrá fundarins var í höndum Ölmu V. Sverrisdóttur, Helgu Kristjánsdóttur og Guðrúnar Ólafsdóttur. Forseti gaf fyrirlesara kvöldsins orðið en hann er mikill áhugamaður um íslenskt mál og ræddi líka störf mannanafnanefndar, sem hann hefur setið í. Baldur fór yfir störf og verkefni nefndarinnar og ræddi hvers vegna sum nöfn eru heimil en önnur ekki, hvernig nöfn falla að íslenskir málhefð og málfræði ræddi líka margt fleira áhugavert. Jafnframt hélt Alma Sverrisdóttir erindi og sagði frá lífshlaupi Petru frænku sinnar. Hún hóf söguna árið 1918 og sagði frá kjörum Petru og hvernig hún missti mann sinn og tvo syni sem dóu í spænsku veikinni. Mögnuð frásögn liðins tíma.

Sjötti fundur vetrarins var svo haldinn með Inner Wheel Keflavíkur 17. apríl og var fari  með rútu til Keflavíkur í heimsókn. Mættar voru 12 konur í rútuna og bættist Ástdís félagi okkar í hópinn í Keflavík okkur til mikillar gleði. Undir eftirrétti sagði Arnbjörg Drífa Káradóttir félagi í IW Keflavík frá lífshlaupi sínu og sýndi okkur leirlistaverkin sín. Kenndi okkur mun á postulíni og steinleir. Eftir það tók félagskona hennar Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir við og flutti fyrirlestur um að aldrei er of seint að skipta um stefnu í lífinu. Nefndi þau seinni fullorðins árin, hver er staðan við starfslok. Hvað viljum við gera. Þetta var bæði félagsfundur og einskonar vorferð.

Í byrjun maí lést einn af félögum okkar, Ástdís Björg Stefánsdóttir en hún gerðist félagi í IW Görðum 2006.

Samantekt; Laufey Jóhannsdóttir ritari IW Görðum í maí 2018

Ársskýrsla IW Hafnarfjörður 2017-2018:


Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Hafnarfjörður

Fjöldi félaga:                          33

Fundarstaður:                        Kænan, Óseyrarbraut 3, Hafnarfirði.

Fundardagur og tími:            Annar miðvikudagur í mánuði kl. 19:00


Stjórn 2017-2018:


Forseti:                                  Gerður Sigurðardóttir

Ritari:                                     Valdís B. Guðjónsdóttir

Gjaldkeri:                               Elín Ragna Sigurðardóttir

Fráf. forseti:                           Sigurborg Kristinsdóttir

Meðstj.:                                  Sissel J. Einarsson

Stallari:                                  Guðlaug Ásgeirsdóttir

Endurskoðendur reikninga:  Brynja Guðmundsdóttir og Sigrún Reynisdóttir


Viðtakandi stjórn 2018-2019:

Forseti:                                  Gerður Sigurðardóttir

Verðandi forseti:                  Sissel J. Einarsson

Ritari:                                     Brynja Guðmundsdóttir

Gjaldkeri:                              Elín Ragna Sigurðardóttir

Stallari:                                 Guðlaug Ásgeirsdóttir

Endurskoðendur reikninga:  Sigrún Reynisdóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir

 

Októberfundur:Fyrsti fundur starfsársins 2017-2018 og jafnframt aðalfundur var haldinn í Kænunni Hafnarfirði. Mættir voru 20 félagar.

Sigurborg Kristinsdóttir formaður setti fundinn. Hún kynnti ný einkunnarorð sem hafa verið fyrir starfsárið 2017-2018, „Göngum götuna til góðs“.

Aðalerindi kvöldsins var í höndum Þórdísar Gísladóttur rithöfundar. Hún hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna og hefur fengið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í tvígang. Hún las upp úr bókunum Tilfinningarök, Óvissustig og Leyndarmál annarra.

Aðalfundarstörf. Kristín Guðmundsdóttir var fundarstjóri og Valdís B. Guðjónsdóttir ritari. Sigurborg Kristinsdóttir lagði fram skýrslu stjórnar og Elín Ragna Sigurðardóttir gjaldkeri lagði fram reikninga starfsársins. Ákveðið var að félagsgjald verði áfram það sama 6500 kr. Stjórnarskipti. Sigurborg fráfarandi forseti afhenti Gerði Sigurðardóttur forseta keðjuna.

Ný stjórn: Gerður Sigurðardóttir, forseti, Elín Ragna Sigurðardóttir, gjaldkeri, Valdís Birna Guðjónsdóttir, ritari, Sissel Judith Einarsson verðandi forseti, Guðlaug Ásgeirsdóttir stallari,
Sigurborg Kristinsdóttir fráfarandi forseti.

Nóvemberfundur:Haldinn í Kænunni. Mættir voru 20 félagar og 1 gestur.

Þriggja mínútna erindi flutti Ína Illugadóttir og fjallaði það um lífsferil hennar sjálfrar. Í pósthólfinu átti Margrethe skemmtilegan brandara. Aðalerindi kvöldsins var Ingibjörg Jónsdóttir með en hún sagði frá dvöl sinni og fjölskyldu sinnar í Malaví þar sem eiginmaður hennar Guðmundur Rúnar Árnason vann við þróunarstörf og hún var sjálfboðaliði í flóttamannabúðum með flóttakonum frá Burundi, Rúanda og Kongó.

Desemberfundur, jólafundur:Haldinn í Kænunni. Mættir voru 25 félagar og 23 gestir.

Aðalerindi kvöldsins var í höndum Svölu Jóhannsdóttir sem kynnti okkur starf sitt hjá Rauða krossinum. Hún vinnur með heimilislausu fólki í Reykjavík og sér um starfsemi Frú Ragnheiðar sem er sendiferðabifreið sem fer á milli hverfa í Reykjavík og í nágranna -byggðirnar til að sinna eiturlyfjaneytendum. Hugvekju flutti Hlín Bolladóttir kennari.

Dregið var í happdrætti en happdrættismiðar voru seldir við innganginn og voru vinningarnir jólapakkar sem félagskonur og gestir komu með. Ágóðinn af happdrættinu, 100 þúsund krónur, voru látnar renna til Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins.

Að lokum var sunginn sálmurinn Heims um ból með forsöng systranna Kristjönu og Guðlaugar Ásgeirsdætra.

Janúarfundur: Haldinn í Kænunni. Mættar voru 20 félagskonur og 3 gestir.

Póstkassinn, Margrethe las upp brandara og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir las úr bókinni Handbók hjóna eftir Ingimund gamla og Madama Tobb. Stefanía Borg Thorsteinsson umdæmisstjóri Inner Wheel var gestur okkar og flutti erindi.

Þriggja mínútna erindi flutti Sigrún Reynisdóttir. Hún sagði okkur frá bókum sem hún er nýbúin að lesa og sem hún ætlar að lesa.

Aðalerindi kvöldsins var Dr. Helga Eyjólfsdóttir læknir og fræddi hún okkur um heilabilun og Alsheimersjúkdóminn. Inntaka nýs félaga. Alma Sigurðardóttir gekk í klúbbinn og var boðin velkomin.

Stjórnarkjör, næsta stjórn: Forseti: Gerður Sigurðardóttir , varaforseti: Sissel J. Einarsson, Brynja Guðmundsdóttir ritari, Elín Ragna Sigurðardóttir, gjaldkeri og stallari Guðlaug Ásgeirsdóttir.

Febrúarfundur: Tónleikaferð í Salinn í Kópavogi. Félagskonur fóru á tónleikana „Við eigum samleið 2“ með Siggu Beinteins, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jögvan Hansen.

Marsfundur: Í mars var okkur boðið í heimsókn til IW klúbbsins í Kópavogi. Fundurinn var haldinn í Kaffi Catalinu í Kópavogi. Mættar voru um 15 konur úr okkar klúbbi.

Aðalerindi fundarins var í höndum Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur sem sagði okkur frá ferðum sínum til Georgíu og Marokkó. Hún sýndi líka myndir frá þessum ferðum.

Aprílfundur: Fundurinn var haldinn í Kænunni og voru 19 félagskonur mættar ásamt 9 gestum. Gestirnir voru úr IW Reykjavík Breiðholti.

Þriggja mínútna erindi flutti Guðlaug Ásgeirsdóttir. Hún sagði okkur frá sjálfri sér og afa sínum sem var assistent í Þórshöfn fyrir 100 árum síðan.

Aðalerindi kvöldsins flutti Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingar- sjóðs. Hún sagði okkur frá starfsemi sjóðsins sem er að koma fólki aftur í vinnu eftir slys og alvarleg veikindi.

Maífundur: Haldinn í Kaffi Álftanes á Álftanesi. Mættar voru 15 félagskonur.

Póstkassinn, Margrethe las fyrir okkur tvo brandara. Gerður las fyrir okkur bréf frá Jönu Guðlaugsdóttur sem hún sendi umdæmisstjórn varðandi það að tekin verði afstaða til kjörs alþjóðafulltrúa í umdæmi okkar á næsta þingi.

Aðalerindi fundarins flutti Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Hún fræddi okkur um Álftanesið.

Valdís B. Guðjónsdóttir ritari

Ársskýrsla IW Keflavík 2017-2018:


Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Keflavík

Fjöldi félaga:                          24

Fundarstaður:                        Breytilegur

Fundardagur og tími:            Þriðji þriðjudagur hvers mánaðar kl. 19


Stjórn 2017-2018:

Forseti:                                  Soffía Heiða Hafsteinsdóttir

Ritari:                                     Rakel Ketilsdóttir

Gjaldkeri:                              Sólveig Einarsdóttir

Meðstjórnandi:                     Guðný Björnsdóttir

Fráfar. fors.                            Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir

Viðtak. forseti:                       Arnbjörg Drífa Káradóttir

 

Viðtakandi stjórn 2018-2019:

Forseti:                                  Sigríður Ingibjörnsdóttir

Verðandi forseti:                  Guðlaug Jóhannsdóttir

Ritari:                                     Kristjana Guðlaugsdóttir

Gjaldkeri:                              Sigurjóna Björk Andrésdóttir

Meðstjórnandi:                     Ingibjörg Magnúsdóttir

Fjöldi félagsfunda á árinu 8.

Fjöldi stjórnarfunda, 8 fundir.

Okkar peningagjöf var styrkur kr. 120.000 er skiptist á milli til tveggja kvenna en þær áttu báðar um sárt að binda vegna veikinda og bágrar fjárhagsstöðu.

Árgjald klúbbsins er 8000 kr.

Þriggja mín. erindi var á öllum fundum nema í vorferðinni.

Haldnir voru 7 fundir á hinum ýmsu stöðum, áttundi fundurinn var vorferðin.


Októberfundur var haldinn á Park-Inn hóteli Keflavík. Gestur fundarins var umdæmisstjórinn okkar Stefanía Borg. Hún kynnti sig og sagði fráumdæminu og stofnun IW og minnti okkur á einkunnarorðin okkar. Færði hún okkur kertastjaka að gjöf vegna afmælisársins. Heimsókn hennar var mjög ánægjuleg. Jana sagði okkur frá tveimur ferðum sem hún fór í og hitti aðrar IW konur frá Norðurlöndunum.

Nóvemberfundur var haldinn á heimili Rakelar Ketilsdóttur. Matinn keyptum við frá Erni í Soho. Fundarefni kvöldsins var í höndum Kristínar Sæmundsdóttur sem kynnti starfsemi sína í fyrirtækinu sínu „Svo margt fallegt”. Sýndi hún okkur hvernig hægt er að mála og breyta gömlum hlutum. Málningin sem hún flytur inn og selur er öll vistvæn.

Desemberfundur. Farin var ferð til München ásamt Rótarýmönnum. Aðaltilefni þessarar ferðar var 40 ára afmæli klúbbsins okkar en afmælisdagurinn var 15. jan. Frábær ferð í alla staði og mjög vel sótt.

Janúarfundur. Fundarefni kvöldsins var í höndum Sigrúnar Baldursdóttur kennsluráðgjafa hjá Miðju máls og læsis, en það er ráðgjafateymi fyrir Reykjavíkurborg. Erindið var frábært og vakti mikla athygli og umræður. Þá voru 2 nýjar konur teknar inn í okkar góða félagskap. Allar sammála um að það væri frábært að taka á móti nýjum konum.

Febrúarfundur. Valgerður Guðmundsdóttir var með fundarefni kvöldsins en hún hefur verið menningarfulltrúi okkar í Reykjanesbæ síðustu 18 árin og sagði hún okkur frá þróun síðustu ára. Mjög skemmtilegt að fá yfirsýn yfir þróun  menningarmála í sveitarfélaginu okkar.

Marsfundur. Ragnheiður setti fundinn í fjarveru Soffíu sem veiktist alvarlega í ferðalagi erlendis. Í upphafi fundarins stóðu konur upp og héldust í hendur og fór hún með bæn fyrir Soffíu okkar. Tekin var inn ný kona í okkar hóp. Þær stöllur frá Om setrinu, jógastöð og heilsuræktarstöð hér í bæ, komu og kynntu starfsemi sína.

Aprílfundur. Þessi fundur var mjög fjölmennur en við fengum í heimsókn góða gesti frá Inner Wheel Görðum og áttum við góða kvöldstund saman. Fundarefni kvöldsins var í höndum Ragnheiðar Ástu Magnúsdóttur og talaði hún um þriðja æviskeiðið og sýndi okkur glærur, mjög gott og fróðlegt erindi.

Maífundur var vorferðin okkar. Var haldið til Reykjavíkur í Norræna húsið og sýningar skoðaðar og snæddur kvöldverður í AALTO Bistro. Áttum við góða og notalega kvöldstund saman.

Rakel Ketilsdóttir, ritari

Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir staðgengill forseta.

Ársskýrsla IW Kópavogur 2017-2018:Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Kópavogur

Fjöldi félaga:                          16 og ein heldri kona samtals 17

Almennur fundarstaður:       Café Catalína Hamraborg 11 Kópavogi

Fundardagur og tími:            Annar miðvikudagur í mánuði kl. 19


Stjórn 2017-2018:

Forseti:                                   Magnea Kristinsdóttir

Varaforseti:                            Guðrún Ragnarsdóttir

Gjaldkeri:                               Magga Hrönn Árnadóttir

Ritari:                                     Sólveig Árnadóttir

 

Viðtakandi stjórn 2018-2019:

Forseti:                                  Guðrún Ragnarsdóttir

Varaforseti:                            Auður Ingólfsdóttir

Gjaldkeri:                               Magga Hrönn Árnadóttir

Ritari:                                     Sólveig Árnadóttir

Fráfarandi forseti:                Magnea Kristinsdóttir

Verðandi umdæmisstjóri starfsárið 2019-2020:        Helga Einarsdóttir

 

Haldnir voru 8 félagsfundir og 3 stjórnarfundir.

1. fundur starfsársins 11. október 2017: Sigurbjörg Magnúsdóttir minntist látins félaga Guðrúnar Eyjólfsdóttur sem var fædd 4.10. 1936 og lést 22.8. 2017. Hún var einn af stofnfélögum klúbbsins og hafði gegnt þar öllum embættum. Bréf frá umdæmisstjóra þar sem tilkynnt er um haustfund sem er framhald umdæmisþings. Fundurinn verður nú í október og þar verður ma. kynning á klúbbunum og starfsemi þeirra og rætt um tilhögun alþjóðlegra samskipta. Einkunnarorð starfsársins eru „Göngum götuna til góðs“ Stjórnarskipti. Fjöldi félaga á fundi 12.

2. fundur 8. nóvember 2017: Gestur fundarins Stefanía Borg Thorsteinsson umdæmisstjóri. Hún sagði sögu Rótarýklúbbanna og Inner Wheel en tengsl klúbbanna hafa minnkað með árunum. Sigrún Sigvaldadóttir sagði frá haustfundi klúbbanna en tveir félagar sátu þann fund. Ljóðalestur og spjall. Á fundinn mættu 12 félagar.

3. fundur 13. desember 2017, jólafundur: Sagt frá Inner Wheel deginum sem haldinn verður haldinn 13. janúar í Hannesarholti. Gestur þessa jólafundar var séra Guðrún Karls Helgudóttir. Jólapakkaleikur og ljóðalestur. Á fundinn mættu 11 félagar og 3 gestir.

4. fundur 10. janúar 2018:
Bókakynning, 3 félagar kynntu nýútkomnar bækur og lásu úr þeim, spjall og umræður um áhugaverðar bækur. Á fundinn mættu 11 félagar.

5. fundur 14. febrúar 2018: Farið var í heimsókn til Inner Wheel klúbbs Reykjavíkur á fundarstað þeirra á Hótel Sögu. Ágústa Hauksdóttir forseti bauð félaga og gesti velkomna. Fyrirlesari fundarins var Jón Hrólfur Sigurjónsson frá Tónlistarsafni Íslands. Hann kynnti safnið og starfsemi þess og svaraði fyrirspurnum. Mættir voru 8 félagar.

6. fundur 14. mars 2018:
Gestir fundarins voru félagar úr Inner Wheel klúbbi Hafnarfjarðar. Margrét Rún Guðmundsdóttir sagði frá tveimur ferðum sínum á fjarlægar slóðir, til Georgíu og Marokkó. Á fundinn mættu 9 félagar og 16 gestir.

7. fundur 11. apríl 2018: Málefni klúbbsins rædd svo og umdæmisþing klúbbanna sem verður 2. júní nk. Þangað fara 6 fulltrúar. Vorferð ákveðin 16. maí. Upplestur, Sigurbjörg Magnúsdóttir. Fundinn sóttu 10 félagar og 1 gestur.

8. fundur 16. maí 2018. Vorferð: Farið var austur á Eyrarbakka. Konubókastofa heimsótt, þar tók á móti okkur Rannveig Anna Jónsdóttir forstöðukona. Síðan var  kvöldverður í Rauða húsinu. Í ferðinni voru 9 félagar og 5 gestir.

Sólveig Árnadóttir ritari.

Ársskýrsla IW Reykjavík 2017-2018:

Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Reykjavík


Fjöldi félaga:                          51


Fundarstaður:                        Radison Hótel (Hótel Saga)


Fundardagur og tími:            Annar miðvikudagur í mánuði kl. 19


Stjórn 2017-2018:


Forseti:                                   Ágústa Hauksdóttir


Ritari:                                     Dagný Hildur Leifsdóttir


Gjaldkeri:                               Ingibjörg Gísladóttir


Viðtakandi forseti:                 Karítas Sigurðardóttir


Fáfarandi forseti:                   Elín Hjartar


Meðstjórnandi:                      María HeiðdalViðtakandi stjórn 2018-2019:


Forseti:                                   Karítas Sigurðardóttir


Ritari:                                     Sigrún Ólafsdóttir


Gjaldkeri:                               Ingibjörg Gísladóttir


Viðtakandi forseti:                 Margrét Einarsdóttir


Fráfarandi forseti:                  Ágústa Hauksdóttir


Meðstjórnandi:                      Hildur Guðmundsdóttir


 


Félagsmálanefnd:                  Sigríður Ása Ólafsdóttir


                                                  Gunnhildur S. Jónsdóttir


Skemmtinefnd:                      Sigrún Ólafsdóttir


                                                 Margrét Einarsdóttir


                                                 Margrét Schram


Framlag til samfélagsþjónustu: Peningastyrkur að upphæð 200.000 kr. til Neistans -styrktarfélags hjartveikra barna.


Maífundur og vorferð sameinuð.


Ein félagskona, Elín Kaaber, lést á starfsárinu. Ein sagði sig úr félaginu en engin gekk í klúbbinn.


Milli 16 og 21 kona mættu á fundina. Við fengum heimsókn frá Inner Wheel Kópavogi


Stjórnin hélt fimm stjórnarfundi.
 
Októberfundur: Hefðbundinn aðalfundur og stjórnarskipti. Gestur fundarins var umdæmisstjóri Stefanía Borg og ávarpaði hún fundinn. Árgjald félagsins samþykkt óbreytt kr. 7.500.


Nóvemberfundur: Gestur fundarins var Kristín Björnsdóttir sem sagði frá starfi Rauða Kross Íslands. Hún sagði frá vinnu fólks sem prjónar og heklar föt og teppi fyrir börn í Hvíta-Rússlandi og einnig sagði hún frá öðru starfi Rauða krossins á Íslandi.


Desemberfundur: Forseti minntist Elínar Kaaber félagskonu IW Reykjavík en hún lést 16. nóvember 2017. Elín var ein af stofnfélögum IW Reykjavík, forseti IW 1984-1985 og gegndi ýmsum félagsstörfum þar að auki. Gestur fundarins séra Anna Sigríður Pálsdóttir flutti hugvekju og fjögur ungmenni úr Tónlistarskóla Garðabæjar spiluðu jólalög. Félagskona flutti jólaljóð. Safnað var í styrktarsjóðinn fyrir Neistann.


Janúarfundur-spilafundur: Arinbjörns Kristinssonar, eiginmanns Ragnhildar Björnsdóttur, var minnst en hann lést á árinu 2018. Margrét Einarsdóttir flutti 3ja mín. erindi. Spiluð var félagsvist.


Þann 13. janúar mættu félagskonur ásamt konum úr öðrum IW klúbbum í Hannesarholt en þá var haldið upp á 30 ára afmæli IW umdæmis 136 á Íslandi.


Febrúarfundur: 10 félagskonur úr IW Kópavogi komu í heimsókn. Magnea Kristinsdóttir setti fund þeirra og sleit. Ný stjórn IW Reykjavík var kynnt. Gestur fundarins var Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarfræðingur hjá Tónlistarsafni Íslands. Hann sagði frá starfi Tónlistarsafns Íslands og leyfði fundarkonum að heyra tóndæmi og frásagnir úr safninu.


Marsfundur- árshátíð: Félags- og skemmtinefnd sáu um dagsskrána. Þóra Björnsdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fluttu nokkur Vínarlög. Happdrættið var á sínum stað og tókst ágætlega.


Aprílfundur – hattafundur: Gestir fundarins voru Berglind Sigurðardóttir frá Neistanum - styrktarfélagi hjartveikra barna og var henni afhent gjafabréf og styrkur að upphæð kr. 200.000. Guðrún Blöndal talmeinafræðingur fræddi félagskonur um starf sitt og nám.


Maífundur – vorferðalag: Farið var austur í Eystra-Meðalholt í Flóa – Íslenska bæinn.


Þar var tekið vel á móti félagskonum og húsbændur kynntu og sögðu frá sögu staðarins. Síðan var ekið að Sólheimum í Grímsnesi og þar var einnig vel tekið á móti hópnum og sagt frá starfi staðarins. Að lokum var komið við í Efsta-Dal og snæddur þar kvöldverður.


Þessi vetur tókst vel. Mjög góður félagsandi en þátttaka félagskvenna hefði mátt vera betri. Einnig þyrfti að reyna að auka félagsþátttöku, reyna að fá fleiri félagskonur í Inner Wheel Reykjavík og njóta samveru við þær sómakonur sem þar eru.


Ágústa Hauksdóttir, forseti Inner Wheel Reykjavík.

Ársskýrsla IW Reykjavík / Breiðholt 2017-2018:


Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Reykjavík / Breiðholt


Fjöldi félaga:                          18


Almennur fundastaður:        Kringlukráin


Fundardagur og tími :           Þriðji þriðjudagur hvers mánaðar kl. 18:30.


Stjórn 2017-2018:


Forseti:                                   Sigríður Níelsdóttir


Ritari:                                     Halldís Ármannsdóttir


Gjaldkeri:                               Sophie Kofoed-Hansen


Viðt. forseti:                           Ásthildur Pálsdóttir


Fráf. forseti:                            Þorbjörg Guðmundsdóttir


 
Viðtakandi stjórn 2018- 2019:


Forseti:                                   Ásthildur Pálsdóttir


Ritari:                                     Halldís Ármannsdóttir


Gjaldkeri:                               Guðfinna Finnsdóttir


Viðt. forseti:                           Sophie Kofoed-Hansen


Fráf. forseti:                            Sigríður Níelsdóttir


Stjórnarfundir voru einu sinni í mánuði, mánudaginn viku fyrir klúbbfund.


Á starfsárinu voru haldnir sjö félagsfundir.


Fyrsti fundur 19. sept
. Þar fóru fram stjórnarskipti. Fráfarandi forseti Þorbjörg Guðmundsdóttir sá um þann fund og afhenti forsetakeðjuna. Einnig kynnti ungur maður, Hinrik Hólmfríðarson Ólafsson okkur kínverska tesiði.


Annar fundur 17. okt. Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um nýjar rannsóknir í beinverndarmálum.


Sigríður Níelsdóttir flutti þriggja mínútna erindi.


Þriðji fundur var 21. nóv. Á þessum fundi heiðraði umdæmisstjóri Stefanía Borg Thorsteinsson okkur með nærveru sinni og flutti okkur erindi sitt.

Kristinn Jónsson sagði okkur frá göngu um Jakobsveginn í máli og myndum.


Fjórði fundurinn, í desember, vorum við með Rótarý Reykjavík/Breiðholti í jólamat á Grandhóteli.


Fimmti fundurinn var 16. janúar. Þar sagði Sigríður Inga Sigurðardóttir, blaðakona, frá búsetu og barnauppeldi í Sviss og Singapur. Þriggja mínútna erindi flutti Áslaug Sigurðardóttir.


Sjötti fundur var haldinn 20. febrúar
. Á fundinn kom Dr. Sigríður Zoëga, sérfræðingur í verkjafræðum. Hún flutti okkur þarfan og fróðlegan fyrirlestur um verki, rannsóknir, orsakir og afleiðingar og allt þar á milli.
Þriggja mínútna erindi flutti Þórunn Magnúsdóttir.


Sjöundi fundur var 20. mars. Í þetta sinn var ákveðið að nýta mannauðinn innan klúbbsins. Þorbjörg Guðmundsdóttir flutti þriggja mínútna erindi og Þórdís Árnadóttir sagði frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu um Finnland og finnska tungu.


Aprílfundur var í boði Inner Wheel Hafnarfjarðar, og var haldinn í Kænunni í Hafnarfirði.


Lokafundur starfsársins 15. maí, var ferð í Árbæjarsafn til að skoða sýningu um störf sem konur unnu á heimilum, fjölskyldunni til viðurværis. Síðan var gengið yfir á veitingastaðinn Gallery fisk og notið góðs matar og samveru.


Við kvöddumst með góðar óskir fyrir sumarið og þakklátar í huga fyrir skemmtilegt starf í vetur.


Halldís Ármannsdóttir ritari og Sigríður Níelsdóttir forseti.

Ársskýrsla IW Selfoss 2017-2018:


Nafn klúbbs:                          Inner Wheel Selfoss, Árborg


Fjöldi félaga:                          16


Almennur fundastaður:        Tryggvaskáli


Fundardagur og tími :           Annar þriðjudagur hvers mánaða klukkan 19:00


Stjórn 2017-2018:


Forseti:                                   Hrund Baldursdóttir


Ritari:                                     Guðbjörg Guðmundsdóttir


Gjaldkeri:                               Esther Óskarsdóttir


Viðt. forseti:                           Vilborg Eiríksdóttir


Fráf. forseti:                            Hjördís Þorfinnsdóttir


 
Viðtakandi stjórn 2018-2019:


Forseti:                                   Vilborg Eiríksdóttir


Ritari:                                     Nína Pálsdóttir


Gjaldkeri:                               Esther Óskarsdóttir


Viðt. forseti:                           Guðbjörg Guðmundsdóttir


Fráf. forseti:                            Hrund Baldursdóttir


Haldnir voru 9 félagsfundir á starfsárinu.


Fyrsti fundur starfsárs var haldinn í október í Tryggvaskála að venju og lögð var áhersla á forvarnir vegna krabbameins. Leitað var til konu sem hafði greinst í reglubundnu eftirliti hjá Heilsugæslu og deildi hún með okkur sögu sinni og reynslu. Athyglisvert og fróðlegt erindi þar sem slegið var á létta strengi þrátt fyrir alvarleika málsins.


Annar fundur starfsárs var haldinn í nóvember í Tryggvaskála og voru gestir fundarins Stefanía Borg umdæmisstjóri og Vigdís umdæmisritari. Umdæmisstjóri hélt erindi og fór yfir sögu og uppruna IW sem alheimssamtaka og einkunnarorð alheimsforseta.


Þriðji fundur starfsárs var haldinn í Tryggvaskála og var gestur fundarins Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður í Selfosskirkju. Sagði hún frá starfi sínu þar og sagðist sjálf hafa undrast hversu fjölbreytt það væri og hversu mikið starf væri unnið í kirkjunni alla daga vikunnar þegar hún tók við starfinu. Hún tók við samskotasjóði klúbbsins fyrir styrktarsjóð sem haldið er utan um af kirkjunni og Rauðakrossdeildinni á Selfossi.


Fjórði fundur starfsárs var haldinn heima hjá verðandi ritara og var farið yfir ársreikning klúbbsins og hann samþykktur og forseti tilkynnti viðtakandi stjórn.


Fimmti fundur starfsárs. Farið var í fyrirtækjaheimsókn og varð verslunin Motivo á Selfossi þar fyrir valinu, þar var boðið uppá veitingar og kynningu á rekstri og tilurð verslunarinnar.


Sjötti fundur
starfsárs í febrúar var óhefðbundinn og haldinn í samstarfi við rótaý í Flugskýli á Selfossflugvelli í mars. Þetta var svokölluð vetrarhátíð og þangað komu félagar rótarý með þjóðlega rétti sem ættaðir voru frá hinum ýmsu löndum. Boðið var uppá kynningu á þeim löndum sem réttirnir voru frá og tónlist.


Sjöundi fundur starfsárs var haldinn í Tryggvaskála og var gestur kvöldsins Gróa Sturludóttir ljósmóðir, hún sagði félagskonum frá því í hverju starf ljósmóður felst og hversu fjölbreytt og gefandi það er, auk þess að þurfa að taka þátt í erfiðustu stundum þeirra sem missa. Ljósmóðir á vökudeild heldur utan um alla fjölskylduna en ekki bara móður og barn.


Áttundi fundur starfsárs. Óhefðbundinn fundur og vorferð – fundur var settur í Fontana á Laugarvatni og eftir bað var gengið yfir í veitingahúsið Lindina og gullkorn dagsins lesið. Síðan var borðað og spjallað.


Níundi fundur starfsárs er áætlaður þann 12. júní og er meiningin að fara í gönguferð í Hellisskóg og grilla þar.

Guðbjörg Guðmundsdóttir ritari IW-Selfoss 14. maí 2018.


 

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...