Upphaf IW

 

Sögubrot

Inner Wheel er alþjóðahreyfing sem er upprunnin í Bretlandi. Fyrsti I.W. Klúbburinn var stofnaður í Manchester á Englandi árið 1924.

Alþjóðlegu samtökin voru síðan stofnuð árið 1967 og eru nú starfandi um 100 þúsund félagar, víðs vegar um heiminn.

Hingað til lands barst Inner Wheel hreyfingin árið 1973 þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, beitti sér fyrir stofnun Inner Wheel klúbbs Reykjavíkur. Klúbburinn var formlega stofnaður 15.mars 1973. Strax ári seinna var Inner Wheel Akureyri stofnað og eru klúbbarnir nú (árið 2008) 8 talsins, með rúmlega 280 félagskonur (2010: Akureyrarklúbbur lagður niður). Inner Wheel umdæmið á Íslandi var stofnað 7.nóvember 1987.

 

Starfsemin

Hver klúbbur hefur algerlega frjálsar hendur, á hvern hátt og hversu víðtæk þjónusta þeirra verður. Vinátta og alheimsviðhorf kemur fram í keðjuverkun Inner Wheel, sem tengir saman klúbba ólíkra landa með gagnkvæmum heimsóknum og bréfaskriftum félaga. Ungu fólki og nemendum frá öðrum löndum eru gefin tækifæri til að dveljast á heimilum félaga í þeim tilgangi að kynnast viðkomandi landi.

Nemendaskipti og námsstyrkir, sem félagarnir leggja af mörkum, stuðla ennfremur að alþjóðlegum skilningi og vináttu. Klúbbfélagi getur sótt fundi hjá Inner Wheel klúbbi í hvaða landi sem er og getur verið öruggur um að hann er alls staðarvelkominn.

Inner Wheel er óháð trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum.

Þriðja hvert ár er haldið alheimsþing í einhverju af þeim löndum, þar sem Inner Wheel starfar og mega félagar í sérhverjum klúbbi sem tilheyrir Inner Wheel sækja það. Fyrsta þingið var haldið í Haag í Hollandi í maí 1970. Mjög mikilvægt er að félagar frá öllum heimhlutum komi saman og ræðist við, hlusti á erindaflutning og taki þátt í þeim samkomum, sem efnt er til. Næsta þing verður haldið í Istanbul, Tyrklandi 2012.

Vináttumerki Inner Wheel er rauða rósin

Fundir eru haldnir í klúbbunum einu sinni mánuði frá september til júní. Eru það venjulega kvöldfundir. Þessir fundir gefa tækifæri til að stofna til vináttu og bjóða fram þjónustu. Á hverjum fundi er sérstakt fundarefni sem lýtur að fræðslu og menningu.

Fundarmæting  er ekki skylda

Merki Inner Wheel er Rótarýhjólið með nafni félagsins í innri hring þess. Algengasta merkið er lítil barmnæla sem allir Inner Wheel félagar ættu að eiga.

 

Uppbyggingin

Uppbygging Inner Wheel

Landstjórn

Umdæmi

Klúbbar

Klúbbar án umdæma

Klúbbarnir mynda umdæmi. Stjórn hvers umdæmis er skipuð nokkrum kjörnum fulltrúum tiltekinna klúbba. Seta þeirra er miðuð við ákveðið kjörtímabil. Fjórir klúbbar nægja til að mynda umdæmi.

Meðan klúbbar einhvers svæðis ná ekki að mynda umdæmi heyra þeir beint undir lögsagnarumdæmi International Inner Wheel, sem skipar þá útbreiðslustjóra sem tengilið í viðkomandi landi. Á því svæði, þar sem umdæmi hefur verið stofnað, falla eftirleiðis allir klúbbar undir það umdæmi.

Hvert land með eitt eða fleiri umdæmi, sem innihalda átta eða fleiri klúbba og hefur starfað sem slíkt í tvö ár, má kjósa fulltrúa í stjórn International Inner Wheel. Hver þjóðkjörinn fulltrúi fer með jafnmörg atkvæði og umdæmin eru mörg í landi hans. Forseti International Inner Wheel er formaður fulltrúanefndar.

Inner Wheel fæst ekki við fjársöfnun.

Á bak við sérhvern Inner Wheel klúbb er Rótarý klúbbur.

sunnudagur 16 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...