Kæru Inner Wheel konur.

Kærar þakkir fyrir góðan fund þann 10. janúar síðastliðinn þar sem ákveðið var að blása til sóknar og taka þátt í verkefni IIW Covid – 19 til fjáröflunar styrktarsjóðs fyrir bóluefni handa bágstöddum þjóðum.

Eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi frá alþjóðskrifstofunni þá er stefnt að því að hver Inner Wheel félagi leggi sem svarar 1 pundi eða rúmum 180 íslenskum krónum til söfnunarinnar, en markmiðið er að safna 500 þúsund pundum á heimsvísu. Söfnunin mun standa til 31. desember 2021. Ákveðið var á fundinum að þær sem vilja leggja þessu málefni lið leggi sína upphæð inn á reikning umdæmisins

Kt. 4210892649
Reikningur: 0142-26-012020
Merkja greiðsluna: Covid19

Lokadagur greiðslu til umdæmisins okkar er 1. mars.

Að sjálfsögðu er félagskonum einnig frjálst að leggja söfnuninni lið með því að millifæra beint inn á reikning söfnunarinnar. Upplýsingar um Covid 19 söfnun á IIW

Þýðing á beiðni IIW fer hér á eftir.

COVID-19 hörmungar- og bóluefnissjóður (COVID-19 DVF)
COVID-19 DVF er bókaður sérstaklega frá almennum sjóði IIW. Sjóðurinn verður endurskoðaður af utanaðkomandi endurskoðanda sem skal skila skýrslu um brúttóinnkomur og útgreiðslur.

IIW bankareikningurinn til að leggja peningana inn á er;

Nafn banka: NatWest – útibú: Stockport Underbank
Reikningsheiti: INT INNER WHEEL
Flokkunarkóði: 01-08-38
Reikningsnr: 54997992
BIC: NWBKGB2L
IBAN: GB96NWBK01083854997992

AF HVERJU var þetta stofnað?
Í apríl 2020 hittist aðalstjórn (Governing body) IIW 2019/2020 á fundi (á Zoom). Heimsfaraldur Covid19 fór um heiminn og fjöldi manna var látinn, landamærum lokað og með langtíma afleiðingar sem eiga eftir að koma í ljós. Bóluefnissjóður Covid19 er stofnaður til að safna peningum til að hjálpa strax vegna heimsfaraldursins og til að hjálpa við langtímalausn í anda markmiða Phyllis Charter IIW forseta 2019/2020 „Saman getum við“ (Together we can). Margar ríkisstjórnir, félagasamtök og einkaaðilar gáfu mikla peninga til að þróa bóluefni. En aðalstjórn IIW 2019/2020, ákvað að IW mundi hjálpa betur við dreifingu bóluefnisins um allan heim. Ástandið á heimsvísu er enn mjög alvarlegt þar sem nýjar bylgjur af vírusnum fara um Evrópu og önnur lönd heimsins. Þannig eru viðmið fyrirhugaðs sjóðs er enn í gildi.

HVERJIR fá bóluefnið?
Sumar ríkisstjórnir hafa þegar tilkynnt að þær muni veita ókeypis bóluefni fyrir alla viðkvæma hópa. En mörg lönd munu ekki eiga neina slíka möguleika. Það fé sem safnast í COVID-19 DVF verður notað til að bjarga mannslífum með því að tryggja örugga bólusetningu fyrir þá sem eru illa staddir fólk hvar sem er í heiminum þar sem það er ófáanlegt eða ekki tiltækt. Fénu verður dreift til stofnana sem eru samþykktar af IIW.  Þetta gætu verið svæðisbundin, innlend eða alþjóðleg samtök, en þau munu öll vera að vinna gegn Covid-19 og áhrifum þess.

HVERNIG verður fólk valið?
Alþjóðastjórn IIW mun stofna nefnd sem mun bera ábyrgð á að setja saman leiðbeiningar um dreifingu og úthlutun fjármuna og bóluefnis sem kemur frá COVID-19 DVF. Forsetinn og gjaldkerinn verða sjálfkrafa meðlimir í nefndinni. Hvert IW land getur komið með tillögur um hvar er nauðsynlegt að dreifa bóluefninu. Allar tillögur verða ræddar í nefndinni og lagðar fyrir alþjóðastjórn. Hvert land sem hlýtur samþykki tekur þátt í dreifingu efnisins og eftirfylgni .

COVID-19 DVF nefndin skal leggja fram árlega skýrslu sem sýnir heildarupphæðina af framlögum sem berast frá félagsmönnunum og heildarútborganir gerðar úr sjóðnum.

HVERNIG verður peningum fyrir COVID-19 DVF safnað?
Markmið okkar um fjáröflun er að safna 500.000 pund! Um allan heim ætti það að takast. Ímyndaðu þér! ef allir félagar í Inner Wheel gæfu sem svarar 1 pund (177 kr.) værum við á góðri leið með að ná markmiði okkar, sérstaklega ef við kynnum sjóðinn, ekki aðeins fyrir félögum í Inner Wheel klúbbunum okkar, heldur einnig fyrir breiðari almenningi með öllum ráðum, þar með talið á samfélagsmiðlum. Við erum meðvituð um að það hafa verið mörg áköll til félagsmanna um framlög síðastliðið ár með svo mörgum hamförum í heiminum og á staðbundnum svæðum okkar. Þess vegna er £ 1 (sem svarar ) á hvern félagsmann algjörlega frjálst framlag og einungis ábending.

Kassamerki (hash tag) hefur verið búið til og dreiftnú  þegar. Það er þó tengt aftur við þetta bréf með gagnlegum vísbendingum um notkun þess.

HVENÆR gerist það?
Dreifing bóluefnisins hefst strax þegar samþykkt, öruggt og skilvirkt bóluefni verður í boði. En við ættum að vera tilbúin með fjáröflun fyrir þann tíma!

Gert er ráð fyrir að sjóðurinn starfi til 31. desember 2021 í von um að bóluefni verði nálægt því að vera til taks fyrir sem flesta. Ef þörf krefur framlengist tímabilið.

Þú ert hvattur/hvött til að taka þátt í þessu frábæra verkefni- FYRSTA IW ALÞJÓÐA VERKEFNIÐ – THE FIRST IW GLOBAL PROJECT, að ganga til liðs við systur þínar um allan heim, í sönnum anda Inner Wheel.

Með sameiginlegum þemum Phyllis, fyrrverandi forseta, – „Together we Can“ – Sameinaðar getum við og núverandi forseta Bina – „Lead the Change“ – Tökum af skarið, þvílíkt yndislegt tækifæri sem við höfum – til að vera „Changemakers“ saman, til að hjálpa illa stöddu fólki um allan heim til að berjast gegn þessum vírus.

IIW framkvæmdanefnd og alþjóðastjórn 2020/2021

Með Inner Wheel kveðju

Fyrir hönd stjórnar

Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir gjaldkeri umdæmis 136 á Íslandi 2020-2021.

Scroll to Top