International inner wheel

International Inner Wheel

Inner Wheel eru samtök kvenna sem tengjast núverandi eða fyrrverandi Rótarý félögum, núverandi eða fyrrverandi Inner Wheel félögum, sem og kvenna sem boðist hefur að gerast félagar í Inner Wheel klúbbi.

Samtökin eru með allra stærstu sjálfboðaliðasamtökum kvenna á heimsvísu, eru með starfsemi í 103 löndum og innihalda yfir 103.000 félagskonur í 3,895 klúbbum.

Markmið samtakanna

International Inner Wheel hefur þrjú megin markmið:

  • Að auka sanna vináttu
  • Að efla mannleg samskipti
  • Að auka alþjóðlegan skilning

Hver sú kona sem samsamar sig við þessi þrjú megin markið Inner Wheel samtakanna getur gengið í hreyfinguna. Félagar ná þessum markmiðum með þátttöku í klúbbastarfi, sem felur í sér stjórnarstörf, fjáraflanir, samveru og gleði, í bland við vináttu og sameiginlegt markmið um að þjóna nærsamfélaginu. Félagar veita verklega aðstoð sem og fjárhagslega hvenær sem áföll bresta á, hvort sem það er í nærsamfélaginu, á landsvísu eða alþjóðlega, bæði vegna náttúruhamfara sem og fyrir fólk á stríðsþjáðum svæðum.

Málefni sem við styðjum við

Inner Wheel klúbbar, umdæmi og lönd taka þátt í fjölmörgum góðgerðarverkefnum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að bæta kjör fólks. Félagar veita verklega aðstoð sem og fjárhagslega hvenær sem áföll bresta á, hvort sem það er í nærsamfélaginu, á landsvísu eða alþjóðlega, bæði vegna náttúruhamfara sem og fyrir fólk á stríðsþjáðum svæðum.

Réttindabarátta kvenna

Fátækt

Friður

Menntun

Mæður & börn

Sjúkdómar

Scroll to Top