Alþjóðaþing IIW 2023 í Manchester


Manchester höfuðborg norðursins á Englandi býður okkur öllum Inner Wheel félögum velkomnar á aldarafmælishátíð og alþjóðaþing Inner wheel hreyfingarinnar 7-10 maí 2024. Eins og við vitum allar að þá var það í Manchester 10 janúar 1924 sem Margarette Golding ásamt 29 eiginkonum Rotary manna komu saman til að stofna vináttu félag, bæði til að kynnast hver annari betur og til að styðja við bak eiginmanna sinna, sem höfðu það markmið meðal annars að eyða lömunarveikini. Stofnfundurinn 1924 var haldinn í næsta nágrenni við aldarafmælis þingið okkar og þess heldur ættum við að mæta til að halda upp á þennan merkilega atburð sem hefur dreifst frá Manchesster út um allan heim. Í tilefni af þessari stóru hátíð væri gaman ef við myndum mæta á þessa stóru hátíð og sýna fram á hvað við erum flottir félagar þó við séum fáar. Aldarafmælið og 19 alþjóðaþingið verður haldið í Central Convention Centre dagana 7 – 10 maí 2024 þannig að þær félagskonur sem hafa hugsað sér að taka þátt í þessari stóru hátíð þurfa að bóka flug og fara út 6 maí og heim 11 maí til að vera með alla hátíðardagana.

Yfirstjórn IIW hlakkar til að heyra frá okkur og en meir að fá okkur, hótelin sem okkur er bent á eru yfirleitt flest í göngu fjarlægð, Okkur er einnig bent á möguleika á að heimsækja skemmtilega staði innan borgarinnar eins og kastala og hallir, heimili rithöfunda og ljóðskálda, kvikmyndahús, leikhús og söfn eða hvað eina sem áhugi býður uppá, eins eru allar samgöngur um Bretland og Írland mjög góðar, einnig er okkar boðið upp á marga aðra möguleika bæði á meðan fundir standa yfir og eins eftir þingið.
Janúar 1924. Þingið átti upprunanlega að vera á Indlandi en vegna aldar afmælisins ákvað yfirstjórnin að halda upp á aldarafmælið í heimabænum.
Vegna þessara tímamóta, hef ég aðeins kynnt mér prógrammið á þinginu sem verður haldið að öllu leiti í Manchester Central Convention Centre, einhverjar breytingar gætu orðið sem verður þá tilkynntar á þinginu.
Atkvæðagreiðsla fer fram með tækni sem er almennt þekkt á ráðstefnustöðum, þessi tækni er skilvirkari, þar sem hugbúnaðurinn skilar niðurstöðum nánast samstundis án þess að klúðra eins og handvirk talning gerir stundum. Atkvæðisfulltrúar geta slegið inn atkvæði sitt með snjallsíma eða spjaldtölvu sem tengist við Wi-Fi.

Til að bóka og fá allar upplýsingar þá þarf að fara inn á iiwconventionmanchester.com

Passa þarf uppá að allar upplýsingar séu réttar og staðfesting verður send um hæl í gegnum eMail.

Best væri að bóka fyrir 1. Des. og borga þingjaldið sem er það sama fyrir atkvæis fulltrúa sem gesti, en eftir 1. Des hækkar verðið all verulega eða úr 92.140,- í 110.500,- og ég veit af fyrr reynslu að hótelin seljast fljótt upp.

Innifalið í þinggjaldinu

  1. Dagskrár bæklingur og ráðstefnutaska
  2. Innganga á alla fundi og opnunar og loka athöfn
  3. Hádegisverður miðvikudag, fimmtudag og föstudagur
  4. Hittast og heilsast kvöld
  5. Vináttukvöldverður
  6. Hátíðarkvöldverður
  7. Aðeins einn fulltrúi frá Íslandi hefur atkvæðisrétt, aðrir fulltrúar og gestir taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Bóka þarf fyrir 26. Mars 2024 – endurgreiðsla fæst ekki eftir þessa dagsetningu.

Scroll to Top