Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn  – Átak um bólusetningu gegn leghálskrabbameini
Covid -19 bólusetningarsjóðurinn

Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn er á mánudag 10 janúar. Inner Wheel er félagsskapur framtakssamra kvenna sem sameinast í vináttu og fjölbreyttum góðgerðarmálum til handa samfélaginu í heild sinni. Samtökin voru stofnuð í Manchester 1924 og eru því að nálgast aldarafmæli. Til Íslands barst hreyfingin árið 1973 þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur beitti sér fyrir stofnun IW klúbbs í Reykjavík og eftir það voru fleiri klúbbar stofnaðir. Í ár eru klúbbarnir 6 með 138 félaga. Einkunnarorð samtakanna í ár eru Pink First sem umdæmisstjóri Guðlaug Ásgeirsdóttir útlagði sem Konur í fyrirrúmi. Með það í huga fengum við forsetafrú Elizu Reid til að koma til okkar á fundinn. Einnig munum við afhenda samtökum á sviði velferðar kvenna styrk til starfseminnar. Þá munu tveir píanónemendur úr framhaldsdeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika fyrir okkur.

Inner Wheel konur á Íslandi halda upp á daginn á fjarfundi kl. 20 þann 10. eins og áður segir. Hlekk á viðburðinn má finna hér.

Átak um bólusetningu gegn leghálskrabbameini
Inner Wheel klúbbar um allan heim standa einnig fyrir átaki þessa fyrstu viku ársins 2022. Bólusetning gegn leghálskrabbameini er konum þar ofarlega í huga og nauðsyn þess að fara í skimun ef þú hefur ekki fengið bólusetningu. Hér á landi var byrjað að bólusetja stúlkur við 12 ára aldur árið 2011 og gengur hún vel. Hvetjum við í Inner Wheel allar konur til þess að fara í skimun, þar sem hægt er að koma í veg fyrir krabbamein ef forstigbreytingar greinast snemma.

Konur í fyrirrúmi – Öflugar konur, öflugri heimur

Scroll to Top