Covid – 19 bólusetningarsjóðurinn – framlag frá íslenska umdæminu og félagskonum.

Þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja á heimsbyggðina var stofnaður COVID-19 sjóður á vegum alþjóðasamtaka IIW til þess að kaupa bóluefni handa bágstöddum þjóðum.

Inner Wheel konur á Íslandi tóku þátt í þessari söfnun, en markmiðið var að hver IW kona gæfi sem svarar1 pundi í sjóðinn. Héðan frá Íslandi sendum við 225 pund en í umdæminu okkar eru nú 138 félagskonur.

Ef konur hafa áhuga á því að styðja enn frekar við þetta málefni þá eru allar upplýsingar á IIW síðunni.

Scroll to Top