18. alþjóðaráðstefna International Inner Wheel 17. – 18. apríl

Kæru Innerwheel konur

Ætlið þið ekki örugglega að taka þátt í alþjóðaráðstefnunni sem verður haldin í netheimum þann 17.-18. apríl næstkomandi á Indlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem svona stór ráðstefna hefur verið haldið rafrænt og þar sem Indverjar eru mjög framarlega í tæknimálum og tölvulausnum er alveg öruggt að þetta verður spennandi.

Félagar með atkvæðisrétt taka þátt í business session. Einn frá hverjum klúbbi. Við þurfum að hafa nöfn þeirra fyrir 12. febrúar og þeir þurfa einnig að hafa skráð sig þá.

Skráning er þegar hafin og nú þarf að hafa hraðar hendur ef þið viljið skrá ykkur á lægsta verði.

Skráning fer fram á þessari slóð

Á síðu Inner Wheel félaga í Svíþjóð er að finna þessar leiðbeiningar varðandi skráningu.

Nokkrar fyrirspurnir eru um skráningu á ráðstefnuna. Monique skrifar:

Það besta og ódýrasta er að skrá sig og greiða með korti á vefsíðunni https://iiwconvention2021india.com/Registration.php og velja að smella inn Registration through online payment. Veldu síðan Click here til að skrá þig í flipann og skráðu netfangið þitt og finndu lykilorð. Þá er bara að fylgja leiðbeiningum og fylla út umbeðnar upplýsingar. Ef greiðslan fer ekki í gegn þá gæti bankinn þinn verið að hindra fyrir greiðslur til Indlands (best að hringja í bankann og útskýra málið og þeir laga svo ég gæti farið aftur inn og gengið frá greiðslu) ..

International Inner Wheel býður einnig upp á að skráning geti farið fram í gegnum England. Þá verður meðfylgjandi Excelfil fyllt út og gjaldkeri IIW fá tilkynningu og fá afhenta Excel skrá. Netfangið er lizthomasiw@gmail.com. Ég sendi tölvupóst frá Liz og spurði hversu mikið ég myndi borga á þátttakanda í breskum pundum enda ekki hægt að greiða í indverskum rúpíum til Englands. Ég fékk svar við 37 pundum fyrir “Early bird” skráningu. Hafið í huga að “Early bird” gildir til 12 febrúar þá hækkar verðið.

Þriðja leiðin til að skrá sig er á Indversku síðuna (hlekkur sjá fyrir ofan) og þá skráir maður sig ótengt og gerir bankaborgun samkvæmt leiðbeiningum á sömu síðu.

Kveðja,
Monique

Stofnuð hefur verið fésbókarsíða fyrir ráðstefnuna og einnig er búið að stofna viðburð. Það getur verið gaman að líka við þær síður og fylgjast með hvað konur ætla að gera. Nú þegar hafa yfir 1300 Inner Wheel konur um allan heim skráð sig. Þátttökugjald er um 6.400 til 12. febrúar, um 8.300 til 12. mars og rúmar 9 þús til 5. apríl.

Hér er slóðin á fésbókarsíðuna

Hér er slóðin á viðburðinn

Hér finnur þú ýmsar upplýsingar og fréttir

Þetta á örugglega eftir að verða mjög eftirminnilegt. – skoðið endilega kynningarmyndbandið.  en á ráðstefnuninni getur við farið í heimsókn á ýmsa staði á Indlandi, farið í jóga, tekið þátt í matargerð og allt saman heima í stofu.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig við getum sett inn ramma á fésbókarprófílinn okkar.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar og ég reyni að svara þeim eftir bestu getu. Gerum Inner Wheel sýnilegt á Íslandi

Með Inner Wheel kveðju
Umdæmisstjórn

Scroll to Top