Haustfundur – Fundarboð

Haustfundur allra Inner Wheel klúbba í umdæmi 136 verður haldinn á hótel Natura Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 11.30 í sal 7. Boðið er upp á hlaðborð og kostar það kr. 7.900 á mann. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku ekki síðar en 29. október.

Einkunarorð ársins eru: Gott hjartalag gerir heiminn betri.

Dagskrá fundarins

Fundarsetning
Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
Sagðar verða fréttir um hvað er efst á dagskrá hjá klúbbunum, hver eru markmið vetrarins og hvernig á að ná þeim.

  • Garðabær
  • Hafnarfjörður
  • Keflavík
  • Kópavogur
  • Reykjavík
  • Selfoss
  • Birna María Björnsdóttir netstjóri segir frá sér og sínum störfum.
  • Vigdís Jónsdóttir, ritari umdæmisins, fer yfir þær lagagreinar International Inner Wheel sem lúta að því að leggja niður klúbb eða klúbbur sameinist öðrum klúbbi.

Við minnum á rallýið sem verður haldið í Árósum í Danmörku 25.–28. sept.2025.

Hádegisverður
Hlaðborð
Fundarslit

Að auka sanna vináttu Að efla mannleg samskipti Að auka alþjóðlegan skilning.

Klukkkan 14.00 hittumst við í þinghúsinu og fáum leiðsögn um það og ef tækifæri gefst, skoðum við hluta af Smiðju.

Scroll to Top