Á hverju ári veitir Inner Wheel hreyfinging samtökum eða félögum sem samrýmast markmiðunum styrk.
Að þessu sinni var það Kvennaathvarfið sem varð fyrir valinu. Eitt af markmiðum Inner Wheel er einmitt að styðja við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi á einhvern hátt.
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra veitti styrknum móttöku á fundi síðastliðinn mánudag þegar félagskonur í Inner Wheel héldu upp á Alþjóðlega Inner Wheel daginn. Var þetta fjarfundur þar sem heiðursgestur var Eliza Reid forsetafrú. Sagði hún okkur frá nýútkominni bók sinni Sprakkar. Bókin er bráðskemmtileg og ætti hver félagskona að setja sér það markmið að lesa hana. Í bókinni dregur Eliza upp litríka mynd af íslensku nútímasamfélagi með kostum og göllum með aðstoð „jafnréttisgleraugna”. Það er fengur að þessari bók og það er gott að þessi rödd kemur frá Bessastöðum. Vona sannarlega að við fáum meira að heyra frá Elizu.
Önnur atriði á fundinum voru: Ávarp Alheimsforseta Inner Wheel. Þá komu fram tónlistaratriði ungra listamanna frá framhaldsdeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.