Kæru Inner Wheel konur.
Umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði laugardaginn 7. maí næstkomandi. Þar sem ekkert þing hefur verið haldið síðan þingið var í Garðabæ 2019 langar okkur til að þið fjölmennið og takið þátt í því sem fram fer.
Þingið hefst með skráningu klukkan 9.30 og síðan verða fjögur stutt erindi sem byggja á undirtitlum Einkunnaorða ársins Pink First eða Konur í fyrrúmi og eru Heilsa – Menning – Valdefling – Tækifæri. Við fáum til okkar góða fyrirlesara sem fjalla um sín mál út frá þessum orðum.
Síðan borðum við saman í hádeginu og hlustum á góða tónlist og eftir hádegi förum við í kirkjuna og minnumst látinna félaga allt frá árinu 2019. Þá hefst þinghald og mun Ágústa Kristín Grétarsdóttir verðandi umdæmisstjóri í upphafi þings flytja okkur erindi en hún er málstjóri í móttöku flóttafólks fyrir Reykjanesbæ.
Eftir þingslit sem við áætlum að verði um kl. 16 tökum við það bara rólega og gerum okkur tilbúnar til að mæta í Kænuna við Óseyrarbraut kl. 18.30 ásamt mökum eða gestum og snæða þar góðan mat að hætti Oddsteins.
Það er ósk okkar í umdæmisstjórn og Inner Wheel klúbbi Hafnarfjarðar að þið takið þennan dag frá og fjölmennið.
Stjórnin