Kæru Inner Wheel félagar,

Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að með hliðsjón af ástandinu teljum við skynsamlegast að fresta þinginu til næsta vors.

Við höfðum hugsað okkur að kaupa margnota poka hjá Hjálparstofnun  kirkjunnar til að afhenda á þinginu, Það eru erlendar konur sem sauma þá úr efni sem stofnuni berst. Við ákváðum að halda okkur við þetta og munum styrkja þau um 30 þúsund án poka og vonandi kemur það sér vel. Við munum halda stjórnarskipta fund núna 8. september. Þá mun  I. W. Hafnarfjörður taka við. 

Ég þakka samveru á þessu ári, gaman að koma í heimsókn í klúbbana og heyra um fjölbreytta starfsemi. Það mun svo koma  í ljós  hvernig haustið verður, hvort við höfum tök á að halda okkar fundi.

Óska ykkur alls hins besta og þakka samstarfið.

Bestu kveðjur Helga Einarsdóttir umdæmisstjóri

Scroll to Top