Kæru Inner Wheel konur

Velkomnar í Reykjanesbæ

Umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi verður haldið í Gylta salnum á Hótel Keflavík miðvikudaginn 26. apríl næstkomandi.

Þingið hefst með skráningu klukkan 18:00, dagskrá hefst kl:18:30 með stuttum erindum sem byggja á Einkunnaorðum ársins Work Wonders eða Gerum kraftaverk, hvetjandi afl og samhugur. Við fáum til okkar góða fyrirlesara sem fjalla um sín mál út frá þessum orðum. Bjarkarhlíð fær styrkinn okkar þetta árið og kemur fulltrúi frá þeim og tekur á móti honum.

Því næst borðum við saman og svo hefst þinghald um kl. 20.00

Það er ósk okkar í umdæmisstjórn og Inner Wheel klúbbi Keflavíkur að þið takið þennan dag frá og fjölmennið.

Stjórnin

Scroll to Top