Inner Wheel Ísland
Gott hjartalag gerir heiminn betri
Inner Wheel Ísland
Fyrsti Inner Wheel klúbburinn á Íslandi var stofnaður 15.mars 1973 í Reykjavík. Á Íslandi eru klúbbarnir sex og saman mynda þeir Umdæmi 136 sem stofnað var í nóvember 1987.
Markmið samtakanna
Að auka sanna vináttu
Að efla mannleg samskipti
Að auka alþjóðlegan skilning
Hvað er Inner Wheel?
Inner Wheel eru samtök kvenna sem tengjast núverandi eða fyrrverandi Rótarí félögum, núverandi eða fyrrverandi Inner Wheel félögum, sem og kvenna sem boðist hefur að gerast félagar í Inner Wheel klúbbi. Samtökin eru með allra stærstu sjálfboðaliðasamtökum kvenna á heimsvísu.
Markmið samtakanna
Að auka sanna vináttu
Að efla mannleg samskipti
Að auka alþjóðlegan skilning
Hver sú kona sem samsamar sig við þessi þrjú megin markið Inner Wheel samtakanna getur gengið í hreyfinguna. Félagar ná þessum markmiðum með þátttöku í klúbbastarfi, sem felur í sér stjórnarstörf, fjáraflanir, samveru og gleði, í bland við vináttu og sameiginlegt markmið um að þjóna nærsamfélaginu. Félagar veita verklega aðstoð sem og fjárhagslega hvenær sem áföll bresta á, hvort sem það er í nærsamfélaginu, á landsvísu eða alþjóðlega, bæði vegna náttúruhamfara sem og fyrir fólk á stríðsþjáðum svæðum.
Einkunnarorð ársins 2024 - 2025
Gott hjartalag gerir heiminn betri
International Inner Wheel velur á hverju ári nýtt verkefni sem jafnframt fær tákn og slagorð. Slagorð núverandi tímabils er „Gott hjartalag gerir heiminn betri.“
Fréttir og tilkynningar
Haustfundur – Fundarboð
Heimsóknir umdæmisstjóra á haustmánuðum 2024
Inner Wheel European Rally – Denmark 2025
Inner Wheel eru alþjóðasamtök sem mynda hjólið í alþjóðamerki Rotary og eru hreyfingunni til styrktar.
Sex klúbbar á Íslandi
Félagar geta einnig sótt fundi hjá Inner Wheel klúbbi í hvaða landi sem er og geta gengið að því vísu að vera alls staðar velkomnir.