Jólakveðja 2023
Umdæmi 136 óskar ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks árs, með þakklæti fyrir allt liðið.
Umdæmi 136 óskar ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks árs, með þakklæti fyrir allt liðið.
Fundarboð: 13. janúar 2024 kl. 12:30 verður sameiginlegur hádegisfundur allra Inner Wheel klúbbanna haldinn í Skíðaskálanum Hveradölum.
Haustfundur IW Umdæmis 136 verður haldinn í Skíðaskálanum Hveradölum 28. október 2023 kl. 14:00.
100 ára afmæli og nítjánda alþjóðaþing IIW 2024 verður haldið í Manchester 5 – 12. maí 2024. Búið er að taka frá 5 tveggja manna herbergi á Hótel Edvardian Manchester sem er Radison Collection og nálægt ráðstefnusalnum Central Convention Centre. Vikan kostar pr. mann kr. 105.000,-. Ekki komið verð fyrir flug, það kemur seinna.
100 ára afmæli og nítjánda alþjóðaþing IIW 2024 verður haldið í Manchester 5 – 12. maí 2024. Búið er að taka frá 5 tveggja manna herbergi á Hótel Edvardian Manchester sem er Radison Collection og nálægt ráðstefnusalnum Central Convention Centre. Vikan kostar pr. mann kr. 105.000,-. Ekki komið verð fyrir flug, það kemur seinna.
34. Umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi verður haldið í Gylta salnum á Hótel Keflavík miðvikudaginn 26. apríl næstkomandi. Þingið hefst með skráningu klukkan 18:00, dagskrá hefst kl:18:30 með stuttum erindum sem byggja á Einkunnaorðum ársins Work Wonders eða Gerum kraftaverk, hvetjandi afl og samhugur. Við fáum til okkar góða fyrirlesara sem fjalla um sín mál út frá þessum orðum. Bjarkarhlíð fær styrkinn okkar þetta árið og kemur fulltrúi frá þeim og tekur á móti honum.
Dagskrá 33. Umdæmisþings Inner Wheel á Íslandi sem haldið verður 7. maí 2022 í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði.
33. Umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði laugardaginn 7. maí næstkomandi.
Þar sem ekkert þing hefur verið haldið síðan þingið var í Garðabæ 2019 langar okkur til að þið fjölmennið og takið þátt í því sem fram fer.
Á hverju ári veitir Inner Wheel hreyfinging samtökum eða félögum sem samrýmast markmiðunum styrk.
Að þessu sinni var það Kvennaathvarfið sem varð fyrir valinu.
Þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja á heimsbyggðina var stofnaður COVID-19 sjóður á vegum alþjóðasamtaka IIW til þess að kaupa bóluefni handa bágstöddum þjóðum.